Ef ég man rétt var það Jónas Hallgrímsson sem kvað:
Ég er kominn upp á það
allra þakka verðast,
að sitja kyrr á sama stað
og samt að ver‘að ferðast.
Þetta hef ég gert undanfarið við skjáinn og flett á milli Íslandskorta Landmælinga, GPS-Garmin og Goggle Earth. Þetta er feykilega skemmtilegt og oft vantar mann nákvæmari kort og myndir. Þetta dugar mér hugsanlega ef gögnin verða betri og það verður óþarfi að láta sig dreyma um að róa umhverfis landið en nægir að gera það að hætti Jónasar!
Ég læt samt fylgja eftirfarandi lista um gististaði við ströndina, sem gaman er að setja inn á GPS kortið á tölvuskjánum: 1 Akranes, 2 Straumfjörður, 3 Hítarneskot, 4 Traðir, 5 Hellnar, 6 Hellissandur, 7 Grundarfjörður, 8 Stykkishólmur, 9 Flatey, 10 Siglunes, 11 Keflavík, 12 Hænuvík, 13 Selárdalur, 14 Þingeyri, 15 Flateyri, 16 Bolungavík, 17 Súðavík,18 Grunnvík, 19 Miðvíkurós, 20 Kjaransvík, 21 Bolungavík, 22 Eyvindarfjörður, 23 Kaldbaksvík, 24 Broddadalur, 25 Hindisvík, 26 Skagaströnd, 27 Kaldranavík, 28 Grettislaug, 29 Fljótavík, 30 Ólafsfjörður, 31 Keflavík, 32 Flateyjardalur, 33 Húsavík, 34 Lón, 35 Kópasker, 36 Sigurðarstaðavík, 37 Raufarhöfn, 38 Þórshöfn, 39 Skoruvík, 40 Finnafjörður, 41 Ljósalandsvík, 42 Bjarnarey, 43 Borgarfjörður, 44 Dalatangi, 45 Sandvík, 46 Kambanes, 47 Djúpivogur, 48 Hvalnes, 49 Höfn, 50 Hrollaugseyjar, 51 Ingólfshöfði, 52 Skaftafellsfjara, 53 Eldvatnsós, 54 Alviðruhamraviti, 55 Vík, 56 Eyjafjallasandur, 57 Vestmannaeyjar, 58 Rangársandur, 59 Þorlákshöfn, 60 Grindavík, 61 Hvalsnes, 62 Keilisnes, 63 Veltuvík.
Hér eru fjórar myndir af gististað nr. 19, sem ég tók þegar ég var að rölta frá Hesteyri og um Aðalvík:
picasaweb.google.com/gislihf/MiVKurS?authkey=pY537JpjswI#
Þessir staðir eru 63 (eins og fjöldi þingmanna), staðir með opinberu tjaldstæði eða gistinu eru notaðir þar sem það getur hentað og róðrarleiðir eru hugsaðar þannig að aldrei sé farið mjög langt frá ströndu. Gallinn við opinber tjaldstæði er samt að þau eru oft góðan spotta frá fjörunni og erfitt að labba langt með um 80 kg! Dagleiðir eru mislangar eftir aðstæðum en öllu þessu má auðveldlega hnika til eftir veðri og þreki eða bara eftir smekk og áhuga og þetta er bara tiltekin uppsetning á „dagleiðum“ þannig að einn hópur gæti t.d. farið eina dagleið á tveim dögum ef veður er slæmt eða 5 dagleiðir á 3 dögum ef menn eru í góðu formi og veður gott.
Með þessari uppsetningu verður vegalengdin 2362 km alls, hver dagleið liðlega 37,5 km eða 20 sjómílur að meðaltali, lengsta dagleið 56 km en sú stysta 21 km.
Ef einhver vill fá Garmin-staðaskrána hjá mér til að skoða og færa gististaði má senda mér mail á gislihf@hive.is og ég sendi hana til baka.
Kveðja, GHF.