Vil benda á að af gefinni reynslu að ekki er allstaðar hægt að nota VHF handstöðvar, hvað þá GSM. Sumstaðar þarf jafnvel að fara í land eða upp á fjöll til að finna samband. Og þá getur nú einfaldlega verið orðið of seint að senda neyðarkall, eða það einfaldlega ekki hægt. Eins ef verið er utan alfaraleiða þá sjást jafnvel ekki blys eða rakettur. Oftast eru útköll þannig að það eru þeir sem heima í landi sitja og fara að hafa áhyggjur, því viðkomandi er ekki kominn á réttum tíma eða hefur ekki gefið góðar upplýsingar um skipulag ferðar.
Nauðsynlegt er að hafa einhvern annan aðila í landi sem hefur allar upplýsingar um ferðir og skipulag.
Í raðróðrarferðum KAJ umhverfis landið höfum við undanfarin ár verið í sambandi við Gæsluna og það reynst vel. Eins hefur Gæslan reynst okkur mjög vel við að heimsækja okkur og æfa með okkur björgunaræfingar, s.s. eins og á kajakmótunum Eirík og Agli Rauða.
Kajakklúbburinn KAJ keypti síðasta vor SPOT
www.findmespot.eu/en/ gervihnatta staðsetninga og neyðarsendi tæki. Er frábært öryggistæki. Með því að vera með kveikt á sendingu er hægt að skoða staðsetningu tækisins á netinu, eins hægta að senda hjálpar eða Neyðarbeiðni og fylgir þá staðsetning með. Tækið er algjörlega vatnshelt og flýtur.
Tækið var keypt hjá Haftækni fyrir ferðir klúbbmeðlima og stendur þeim til boða. SPOT var m.a. notað í ferð félaga í Kaj s.l. sumar í Diskóflóa á Grænlandi og virkaði vel. Tækið hefur einnig reynst vel í ferðir hér heima.
Hefðu Greg og Freya haft slíkt tæki hefðu björgunarsveitir ekki þurft að fara í þessa miklu leit af þeim. En Freyu leiðist nú ekki að vera í sviðsljósinu.
Til þessa möguleikar sem öryggistæki kajakræðara verið VHF, GSM, NMT, Gervihnattasími, neyðarblys og rakettur, kannski er ég að gleyma eh
Hvet ykkur til að skoða þennan kost sem öryggistæki, en þetta er tvímælalaust frábært öryggistæki fyrir okkur sem erum að ferðast utan alfaraleiða. Og getur komið í veg fyrir að okkar frábæra sport fái á sig neikvæðan stimpiil eða sem enn betra er bjargað lífi okkar þegar á þarf að halda.
Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:10
Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:14
Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:19<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2009/01/16 10:20