Félagsróður 17. janúar

04 feb 2009 09:00 #1 by palli
Replied by palli on topic Re:Félagsróður 31. janúar
Jamm, þetta var þvílík snilld. Bæði veðrið og félagsskapurinn. Takk fyrir mig. Nokkrar myndir eru á picasaweb.google.com/kayakklubbur/20090131_Felagsrodur#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2009 18:09 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 31. janúar
Þetta varð löng æfing eða 5 klst. Það sýndi sig að sundlaugin er að virka, veltur og aðrar leikfimis æfingar virka miklu betur eftir að hafa æft þetta í lauginni.

Tók nokkrar myndir sem er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2009 07:35 #3 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Félagsróður 31. janúar
Já þetta var mjög góð ferð. Reyndar var ég ótrúlega óöruggur á blessuðum Valley bátnum mínum, en það lagaðist þó smá saman og eftir þennan róður hef ég svona á tilfinningunni að ég geti hugsanlega náð tökum á honum eftir nokkrar ferðir í viðbót.
Svo var þetta virkilega skemmtileg æfing þarna við Geldinganesið, hressandi að taka nokkrar veltur og aðdáunarvert að fylgjast með þessum jöxlum sem eru lengra komnir :cheer:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2009 05:49 #4 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Félagsróður 31. janúar
Flottur róður i dag og tilvalið að taka smá æfingar, veltur og bjarganir með eða án aðstoðar. Hinn snjalli ræðari og kennari Örlygur sagði við mig á námskeiði að þetta væri blautsport og ég hef reynt að hafa það þannig. Það er hluti af sportinu sem etv situr aðeins á hakanum hjá okkur fyrir utan sundlaugin. Það er allt annað að gera trixin úti á sjó heldur en i heitri lauginn þó grunnurinn sé lagður þar. Held að það væri tilvalið að allir blotni vel og vandlega i hverjum róðri.
kv. lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2009 04:26 #5 by Gíslihf
Þetta var róður í blíðu og í björtu vetrarveðri.

Níu félagar fóru á sjó og héldur inn í Kollafjörð undir Esjunni. Allir komu þeir aftur, en nokkuð blautari en í upphafi ferðar. Þegar komið var fyrir vesturenda Geldinganess braut Lárus ísinn með því að fara í sjóinn, afþakka félagabjörgun og taka \"vota endurinnkomu og veltu\". Í vík innan við bryggjustúfinn var svo háð skemmtileg æfing, veltur, félagabjarganir o.fl. og voru fljótlega 8 af 9, allir nema einn óvanur, búnir að kíkja undir bátinn sinn.

Ef til vill bætir einhver við þessa frásögn.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2009 20:00 #6 by Gíslihf
Já Ólafur prófaði þennan vindstreng líka. Reyndar virðist mér vindurinn vera meiri eftir því sem nær kemur að Esjunni þegar austanáttin er að byrja.

Síðustu tveir félagsróðrar hafa sýnt okkur að það eykur öryggi hópsins verulega að fara eftir öryggisstefnu klúbbsins. Fyrir vikur mat \"kapteinn\" Hörður það svo að við skyldum snúa við og ekki fara norður fyrir Viðey til baka. Þar með var það ákveðið og hópurinn sneri við án ferkari umræðu enda ekki góður fundarsalur til rökræðna.
Áður en lagt var í þennan róður var smá umræða um hver ætti að vera umsjónarmaður, niðurstaðan varð Sveinn og haft var á orði að fínt væri fyrir hann að geta skipað Gumma sem dráttarbát. Satt að segja fannst mönnum þetta vera óþarfa formsatriði, hópurinn aðeins sjö manns og allir vanir nema tveir.

Síðan breyttist róðurinn frá því að vera í blíðu yfir í að vera puð móti yfir 15 m/s (allhvass, 7 vindstig) og það á innan við 15 mín líklega hefur mesta breytingin gerst á um 5 mín. og svo kom aldan upp um 5-10 mín seinna. Við þessar aðstæður eykur það öryggi hópsins verulega að fara eftir skipulagi.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2009 18:03 #7 by olafure
skellti mér í róður kl 14 í Nauthólsvík. Þá var komið hávaðarok og ég varð vitni að því þegar björgunarsveitir björguðu tveimur kænubátum sem höfðu fokið undan austanáttinni að Álftanesi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2009 03:03 #8 by GUMMIB
Sveinn Axel var kapteinn í þessari ferð og stóð sig með stakri prýði. Ræddum í kaffistoppinu eftir að hafa róið í stafalogni hve varasamt væri að fækka fötum þótt veður væri gott þá stundina.

Endirinn á þessum róðri var síðan skólabókardæmi um hvernig aðstæður geta breyst einsog hendi væri veifað.

En s.s lærdómsríkur róður.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2009 02:54 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 24. janúar
SAS, Gísli, Þorsteinn, Guðm. Breiðdal, Lárus, Sigurjón og Jónas réru í morgun. Róðurinn hófst í logni og rérum mest megnis í sléttum sjó. Enduðum í ca. 12-16 m/s mótvindi með tilheyrandi vindöldu við gömlu Áburðaverksmiðjuna. Mótvindurinn tók vel í, G.B bleytti dráttartaugina sína og ein félagabjörgun tekin.

Róðurinn var í lengri lagi, rérum Geldinganesið til vesturs, hringuðum Lundey, að vesturenda Viðeyjar og svo suður fyrir eftir gott kaffistopp.

Við Fjósakletta leiddist Gisla eitthvað í bátnum, hoppaði sjálfviljugur úr bátnum, vildi prófa viðgerðina á gallanum sínum.

Minni á sundlaugaræfingu á morgun.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 04:08 #10 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Félagsróður 17. janúar
Já þetta var mikil reynsla fyrir nýgræðing eins og mig! Og ég vil bara þakka ykkur félögum fyrir frábær og fumlaus viðbrögð við björgunina.. tala nú ekki um hetjuna hann Svein Axel.

Ég er búinn að fara yfir þetta hjá Fjósaklettum hundrað sinnum í huganum og komist að því að ég gerði ein afdrifarík mistök. Það var að láta mér detta í hug að fara þarna milli klettanna í því sjólagi sem var. Í fyrsta lagi er ég hálfgerður byrjandi í þessum bransa og í öðru lagi á nýjum bát sem ég hef engan veginn náð nógu góðum tökum á. Svo hefði verið mjög gáfulegt að fylgjast betur með undiröldunni áður en ég lét vaða þarna á milli :).

Þetta var helvíti \"scary moment\".. en þegar ég var þarna akkúrat mitt á milli klettanna kom þetta hvítfyssandi niðursog og svo eins og hendi væri veifað slóg upp öldutoppi framanlega stjórnborðs megin og snéri bátnum um níutíu gráður og áður en ég vissi af stefndi ég beint á klettavegginn sem var á bakborða. Í einhverju óðagoti reyndi ég þá að róa afturábak en missti þá jafnvægið og fór á hvolf. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir til viðsnúnings renndi ég mér úr bátnum.. og viti menn, það fyrsta sem ég sá var Sveinn Axel, ég skil ekki enn hvernig hann gat verið svona snöggur á staðinn. Hér er greinilega frábær félagi að róa með.
Ég var ekki með hjálm í öllu þessu volki og það er ekki til eftirbreytni... hér eftir mun ég bæta úr því!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jan 2009 01:10 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsróður 17. janúar
Hnífafestingin á þessum kókatat vestum er á asnalegum stað, allt of neðarlega. Ekki praktísk hönnun.


Varðandi karabínuna, þá bara smella henni nokkrum sinnum undir vatni eftir hvern róður. Saltkristallar taka annars völdin og gera hana stífa.

Má skrafa um þetta og fleira á aðalfundinum 12. febrúar. Skilst að þar verði kaffi.
Hvet bara hérmeð alla til að mæta.

Og snilld var þetta hjá Eyma að taka veltu óundirbúið þarna í fyrra skiptið. Greinilega rífandi stuð við tamningu nýja bátsa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2009 22:37 #12 by Gíslihf
Sveinn Axel sýndi öryggi við þessa félagabjörgun.

Fjósaklettar eru skemmtileg tilbreyting á þessari leið og öldulag kemur þar stundum verulega á óvart. Alltaf er gagnlegt að fara yfir slík atvik þegar menn hittast næst yfir kaffibolla, en það mætti gerra meira af því meðal félaga. Sjálfum finnst mér notkun dráttarlinu þvælast fyrir mér þegar tilefnið kemur án fyrirvara. Þá liggur á en puttarnir eru loppnir, karabínan stíf og skreppur til milli fingranna, línan húkkast undir hnífinn á vestinu, aldan rífur í annað árablaðið meðan verið er að gera klárt o.s.frv. Kannast einhver annar við þetta?

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jan 2009 20:07 #13 by SAS
Þetta var vetrarróður eins og hann gerist bestur. Allt til staðar, sterkur vindur, snjóél, brotöldur í nálægð, veltur, dráttartaugar og frosin bros í andlitum ræðara. Skíðagleraugu fer að verða nauðsynlegur hluti í róðri, amk verða gleraugu með í næsta róðri.

SAS, Gunnar, Gísli, Palli, Eymi, Hörður og Þórólfur réru suður fyrir Viðey, að norðvestur horni eyjunnar og til baka aftur.

Við austurenda eyjunnar skellti ein aldan Eyma á hvolf sem bjargaði sér sjálfur. Alltaf gaman þegar þeim áfanga er náð. Til lukku.

Á heimleið fórum við um Fjósakletta þar sem var töluverð alda. Eyma var skellt aftur, sem var fyrst tekinn í tog ásamt báti, til að rekast ekki í klettana, áður en félagabjörgun var framkvæmd.

Tók nokkrar myndir, en myndavélin ræður illa við þessa litlu vetrarbirtu. Myndirnar er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20090117Felagsrodur#

Góður róður sem reyndist mikil og góð æfing.

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/01/18 13:03

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum