Félagsróð 24. feb

27 feb 2007 14:17 #1 by Hilmar Ísaf.
Replied by Hilmar Ísaf. on topic Re:Félagsróð 24. feb
B) Bara að vekja athygli á ferð í Reykjanes við Ísafjarðardjúp. Sól og sjór og 50m sundlaug heit og yndisleg.;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 feb 2007 05:15 #2 by Guðni Á
Replied by Guðni Á on topic Re:Félagsróð 24. feb
Fyrsti félagsróðurinn afstaðinn eftir andvaka nótt af spenningi. Dagurinn hefði ekki getað verið betri, ég fékk sól, ís, smá undiröldu og mjög góðar viðtökur af félögum kayakklúbbsins. Tengiliður nýliða er mjög sniðugt og þægilegt fyrirkomulag tvo þumla fyrir það.
Takk kærlega fyrir mig og nú er bara að bíða eftir næsta laugardagsróðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2007 16:53 #3 by karlotta
Replied by karlotta on topic Re:Félagsróð 24. feb
ojojoj
ég sem hélt það yrði enginn róður þar sem spáin hafði verið svo slæm um miðbik vikunnar,(allavega fyrir nýbakaða nýliða ens og mig) slæmt að missa af þessu:dry:
kv karlotta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2007 15:12 #4 by Maggi
Replied by Maggi on topic Re:Félagsróð 24. feb
maggi wrote:

Já þetta var góður róður þótt ekkert væri brimið,það var góð tilbreyting að róa í ísnum .
Ég er sammála með þetta nýliða kerfi það svín virkar og menn ættu alment að taka Guðna sér til fyrimyndar ef þeir eru að byrja í sportinu.
það væri líka ráð að prenta út listann með hjálparhellunum og láta hann liggja frammi í Titan.
Hér eru myndir úr túrnum.


community.webshots.com/user/maggi211100

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2007 15:07 #5 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróð 24. feb
Já þetta var góður róður þótt ekkert væri brimið,það var góð tilbreyting að róa í ísnum .
ég er sammála með þetta nýliða kerfi það svín virkar og menn ættu alment að taka Guðna sér til fyrimyndar ef þeir eru að byrja í sportinu.
það væri líka ráð að prenta út listann með með hjálparhellunum og láta hann liggja frammi í Titan.
Hér eru myndir úr túrnum.


www.community.webshots.com/user/maggi211100

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2007 22:17 #6 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróð 24. feb
Þetta var bara gott og svo batnaði eftir því sem á leið.:)Undir hálfu góutunglinu á spegilsléttum sundunum . (Notalegt sagarhljóð þegar báturinn sker ísskænið.)
Nýliðafyrirkomulagið virkaði vel þarna og væri óskandi að fleiri færu að dæmi Guðna.
Verður ekki betra.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2007 22:07 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Félagsróð 24. feb
Það er litlu við ferðalýsinguna hans Örlygs að bæta.
Þó má hugleiða það að ennþá eigum við þess kost að nema land á eyðieyju þar sem eina mannvirkið er viti til leiðsagnar sæfarendum, hér í næsta nágreni höfuðborgarinnar
Engey var fyrrum mikli kostajörð og þaðan er mikill og merkur ættbogi kominn sem hefur getir sér orðsspors á nútíma.
Bátasmiðir voru þarna fyrir um 100 árum síðan í fremstu röð. Engeyjarlagið á bátunum sem þar voru smíðaðir var landsþekkt og þóttu þessi skip afburðasiglarar.
Það eru klár forréttindi að eiga þess kost að róa kayak um Sundin og taka land á þessari sögufrægu eyju.
Takk fyrir skemmtilegan kayakróður á flottum og sólríkum síðvetrardegi. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2007 21:14 #8 by Orsi
Félagsróð 24. feb was created by Orsi
Í þennan 8. félagsróður ársins komu tíu ræðarar og héldu út í Engey um Viðey norðanverða. Veður var stillt og bjart með tilheyrandi rólegheitasjó. Lent var í Engey nálægt háflóði eftir 70 mínútna róður og var áningin þar síst til vansæmdar enda velflestir búnir góðu nesti. Ekki gátu menn öðruvísi kvatt Engey en að rifja upp næturferðina þangað fyrr í vetur en svo heppilega vildi til að einn í hópnum, Páll, var meðal leiðangursmanna í téðri ferð. Óðara dundu á honum spurningar um tjaldvist, klökugar brækur að morgni og aðra erfiðleika.

Heim var síðan haldið um Viðey sunnanverða og segir ekki af ferðum okkar fyrr en við lentum í hafís, allt frá Skólapiltavelli að Sundbakka. Ekki varð þetta mikil fyrirstaða en gaman var að brjóta sér leið í gegn með vænum skruðningum. :laugh: :)

Við Fjósakletta bar enn til tíðinda því þar sat fyrir okkur aðkomumaður á mjóum rýtingi og varnaði okkur för. Var þar kominn Veigar á bát sínum og var heldur sjóránslegur til augnanna. Náði hann herfangi er Ásgeir hét og rak fangann á undan sér aukakrók í kringum Geldinganesið. Við hinir náðum landi rétt eftir kl. 13 og gengum flestir þurrir til búðar, að þeim undanskildum sem gátu ekki stillt sig um að velta sér svolítið og finna ískaldan sjóinn streyma niður um hálsmálið sem gleymst hafði að loka, góð hugmynd það.:angry:

Að lokum skal þess getið til gamans að nýliði að nafni Guðni var með í för í sínum fyrsta sjóróðri og gekk vel að höndla bát sinn og sjólag.:)

Þessir réru:
Sævar H.
Magnús
Andri
Guðni
Ásgeir
Örlygur
Páll R.
Páll P.
Ingi
Gísli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum