Það er áhugavert að Ólafur sé að hugsa um unglingana eða byrjendur í róðrinum.
Hitt málið, með báta og búnað hef ég hugsað nokkuð um eftir að bankarnir hrundu. Ég var búinn að geta mér til að um 1000 kayakar væru í geymslum landsmanna, en eftir þessum tölum að dæma er nær lagi að þeir séu um 2000. Þeir sem stunda róður eru færri, nokkur hundruð, þótt góðviðrisdagar sumarsins séu taldir með. Það ætti því að vera grundvöllur fyrir skiptimarkað. Sölusíðan hér er ekki nógu öflug eða hvetjandi, gott væri að hvetja fólk til að láta vita af búnaði sem það vildi selja eða skipta á og svo væri hægt að setja upp lista, jafnvel með myndum eða tenglum á síðu framleiðandans. Þegar þessi listi væri skoðaður væri það eins og að kíkja á markað eða vörulista og hægt væri að gera tilboð eða óska eftir tilboði.
Þetta gæti einnig verið áhugavert fyrir þá sem eru á fullu í sportinu, alltaf þarf að endurnýja eitthvað eða bæta búnaðinn.
Kveðja, GHF.