Félagsróður 7. febrúar

23 feb 2009 17:51 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróð 21. febr
Setti inn stutt video sem var tekið í róðrinum, aðallega af veltuæfingum í lok róðar.

Videoið er að finna á slóðinni
picasaweb.google.com/sjokayak/20090221Felagsrodur#

kv
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/02/23 09:52

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2009 22:11 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsróð 21. febr
Það voru 10-15 manns á sjó í dag, fóru nokkrar mismunandi leiðir í þremur hópum.

Einn hópurinn fór Viðeyjarhring.
Gummi B var kafteinn og framkvæmdi öryggisstefnuna af hörku. Blés í neyðarflautuna strax í upphafi svo öllum krossbrá og enginn þorði að hreyfa sig fyrr en meitluð dagskipun hafði verið lögð fyrir. Sveinn Axel og ég vorum settir á talstöðvarvakt og var mér falið að leiða hópinn, vopnaður talstöðinni. Mér fannst þetta mikill heiður. Hinsvegar fannst mér svo gaman að tala í talstöðina að ég steingleymdi mér auðvitað - og missti allan hópinn fram úr mér eitthvað inn í mistrið.
Þett var auðvitað alvarlegt brot á öryggisstefnunni. - Kafteinninn skammaði mig ekkert. Enda búinn að drekka svolítið af indversku heilsute og varð ekki samur eftir það.

Trúlega fæ ég samt ekki að vera með talstöðina aftur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2009 07:38 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróð 14. febr
Hörkupúl, 17 km lágu í dag. Myndir úr kaffistoppinu og videoræma úr róðrinum að finna á facebook og á picasaweb.google.com/sjokayak/20090214Felagsrodur#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2009 00:09 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróð 14. febr
Fínn róður. Hörku ræðarar. Þriðjudagspúlið farið að skila sér ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2009 23:04 #5 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróð 14. febr
flottur róður góð æfing fyrir fatlaða fólið fékk far hjá Lárusi sýðustu 5 km

takk fyrir mig

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2009 22:42 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsróð 14. febr
11 bátar á sjó í dag -
Það var ustankaldi og þíða. Róið var í Engey á smálensi og til baka í pusi. Nokkrir fengu forgjöf á leiðinni heim. Það er tískan í dag.
Þetta var semsé fyrirtaksróður sem tók bara ágætlega í, takk fyrir.

En þessir réru:

Ágúst Ingi
Gísli Friðg
Gummi B
Lárus
Eymi
Gunnar Ingi
Maggi Sig
Sveinn Axel
Hörður
Palli R
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2009 01:23 #7 by gaxel
Replied by gaxel on topic Re:Félagsróður 7. febrúar
Ég þakka fyrir félagsskapin. Þetta var bara ágætis róður til endurkomu en \&quot;árarnar hafa legið í bátnum\&quot; allt of lengi. Ég finn það líka á skrokknum að kayakvöðvarnir hafa verið vaktir af værum blundi.

Kveðja,
Guðmundur Axel
\&quot;vonandi ekki eilífðar byrjandi\&quot;

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2009 16:43 #8 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróður 7. febrúar
Flottur róður , og gaman að þessum upptökum hjá SAS
þakka Gumma B fyrir dráttin kemst vonandi aðeins lengra sjálfur næst , en ég er í fínu lagi og skemdi ekkert

Maggi endurbyrjandi(:<br><br>Post edited by: maggi, at: 2009/02/08 08:49

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2009 05:26 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 7. febrúar
Eins og oft gerist í íslenskum stjórnmálum í dag, þá viðurkenni ég engin mistök, segi ekki af mér, en gef kost á mér áfram í félagsróðrana. Segi þó svo illa heyrist: Úbbs!

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/02/07 21:32

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2009 05:14 #10 by Gíslihf
Það er fínt að geta séð myndbandastubba úr róðrinum. Nú þarf maður ekki lengur að fara í félagsróður en kíkir bara á myndbandið. Það pusaði yfir dekk bátanna þegar róið var á móti öldunni en það sést einnig vel á þessari upptöku að Whisky-inn heggur talsvert þegar róið er beint á móti. Hann hefur hins vegar marga góða eiginleika, er stöðugur og samt mjög lipur.

Eitthvar ruglast SAS í talningunni (mig fer að gruna að hann sé framsóknarmaður!) því að hann telur átta báta, nefnir síðan sjö félaga og sjálfan sig tvisvar en sleppir Páli Reynissyni sem var umsjónarmaður róðurs í þetta sinn. Páll hélt \&quot;briefing\&quot;, skipaði \&quot;sweepera\&quot; og tveir voru settir á talstöðvavakt, Þórólfur var eðlilega á efnahagsvakt og nokkrir til reiðu með toglínur. Sem sagt meiri hluti hópsins hafinn upp til embætta!

Það lá nærri fyrir viku að setja þyrfti neyðarlög í róðrinum, því að kapteinn Palli (umsjónarmaður róðurs og formaður) lenti á sundi og varð því hópurinn stjórnlaus, eða á floti. Undirritaður kvaddi þá Gumma Breiðdal til bjðrgunarstafa án þess að hafa til þess nokkurt umboð, en allt fór þó vel.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2009 03:45 #11 by SAS
Vegna óhagstæðrar veðurspár, þá var ákveðið að hafa róðurinn í styttra lagi, og val róðrarleiðar miðaðist við sem minnstan mótvind. Þannig að átta bátar voru bornir eða dregnir nokkur hundruð metra út fyrir ísskörina austan megin við eiðið á Geldinganesinu.
í norðaustan 9-10m/s og -4 gráðum, var róðið í hliðaröldu út í Þerney og kaffistop tekið þar í sandfjörinni. Eftir kaffi var stefnan sett á vestur enda Geldinganes og þaðan beinustu leið í \&quot;heim\&quot;. Skv. Mapsource eru þetta rúmir 8 km. Í róðurinn mættu undirritaður, Gisli HF, Þórólfur, Guðm. Breiðdal, Ingi, Maggi Sig., Sigurjón, Guðm. Axel og undirritaður.

Myndir og video á picasaweb.google.com/sjokayak/20090207Felagsrodur#

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum