Raðróður um Reykjanes

28 apr 2009 04:09 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Já þetta veður getur aldrei verið eins og það á að vera. Ég held að spáin breytist lítið úr þessu og því ætlum við að fresta raðróðrinum. Við sjáum kannski til hvernig næsta vika veður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2009 02:50 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Þetta er bara ekki normale.. frusu ekki saman vetur og sumar um daginn með tilheyrandi fyrirheitum um alminnilegt veður? Það næsta sem maður veit er að það er sífelldur derringur í helvítis veðrinu. Annað hvort of gott eða of vont. Þetta er alveg fáránlegt bara. Þegar enginn kemst neitt, þá er fínt veður - en síðan þegar menn dirfast að ákveða eitthvað - þá setur veðrið heilu hnífasettin í bakið á mönnum.

Námskeiðshópurinn um helgina á BCU preppinu fékk til dæmis of gott veður! Jájá logn og blíðu bara. Og nú ætlar Raðróðurinn að fá of vont veður. Þeir eru að fá veðrið sem við áttum að fá um helgina. Svik!


Er þetta eitthvað sem við þurfum að taka upp á vettvangi klúbbsins? Laga félagsaðstöðuna og síðan veðrið?
Hvaða samsæri er þetta eiginlega? Þetta er ekki nema 400 manna klúbbur. Hvað hefur hann gert af sér?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2009 01:13 #3 by Sævar H.
Sem áhugamaður að þessum Reykjanes raðróðrum ,legg ég stundum orð í belg. Nú geri ég svo. \"Kóngur vill sigla en byr ræður\" gamalt og gott og klikkar ekki. Það er betra að nota veðurkortið en dagatalið við að fastsetja sjóferðir. Ég var að koma úr 8 tíma sjóferð vestur af Gróttu nú í dag í algjöru draumaveðri og sléttum sjó. Veðurspáin fyrir þessu veðri var strax klár á laugardag.
Sama blíðan er núna við Garðskagann.
Á morgun ,þriðjudag, verður afarslæmt veður á ykkar áætluðu leið, við Garðskagann innanverðan. Haugasjór og 15-22 m/sek ASA. Gangi ykkur vel með Reykjanes róðrana- markmiðið er spennandi....:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/04/27 18:15

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2009 20:45 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Spáin hefur ekki batnað mikið en vindáttin er hagstæð og við stefnum ennþá á þennan róður. Við höfum samt ákveðið að breyta um stefnu og róa frá Njarðvík að Garði. Við getum hist heima hjá mér í Njarðvík og skilið bátana eftir þar og síðan ferjað einhverja bíla að Garði. Er ekki passlegt að hittast í Njarðvík uppúr kl. 17? Ég bý í Lágseylu 35 og þið getið hringt í mig í síma 6995449. Ef verður ómögulegt þá förum við á Geldinganes í staðin.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2009 04:06 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Við stefnum á að taka næsta legg í raðróðri á þriðjudagskvöldið. Planið er að róa frá Garðiskagavita að Njarðvík en það eru c.a. 16 km. Við getum skilið bílana eftir í Garði og svo get ég fengið fólk til að ferja okkur frá Njarðvík. Ég var búinn að nefna það við þá sem hafa tekið æfingaróðra á þriðjudögum að sameina raðróður og æfingaróður þennan dag og því var vel tekið. Spáin er ekkert sérstök, en það skírist betur þegar nær dregur.

Kveðja, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2009 18:01 #6 by Sævar H.
Svona ykkur til upplýsingar. Ég hef einstakt útsýni yfir þessa róðrarleið ykkar og áralanga reynslu af sjólaginu þarna í hinum ýmsu áttum. Verst er sjólagið í og eftir vestanátt. Ekki bara vegna þungrar öldu - heldur er botnlagið og grynningar með þeim hætti að sjólag verður mjög erfitt og varasamt. Um þetta svæði er því best að róa þegar sjór er stilltur- engin undiralda. Núna í dag fram yfir 14-15 er stilltur sjór og hægviðri. En spáin er að norðanstrengur vindi sig upp - þá er mjög fljótt að myndast verulegur og erfiður sjór- einkum- er sjólagið milli Valhúsarbauju og Æðarskersbauju og Álftanes varasamt.
Vandið valið með róður þarna um.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/04/06 11:04

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2009 16:59 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Spáin er ágæt, 2-4m/s kl 18 en hvessir svo með kvöldinu. Ég legg til að við förum frá Kúagerði að Álftanesi en ekki öfugt. Þá eru meiri líkur á að fá meðvind og við verðum búnir með varasamasta kaflann áður en hvessir, það er frá Kúagerði að Straumsvík en þar getur verið mikið brim og erfitt að taka land í hrauninu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 apr 2009 18:04 #8 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Við stefnum á að gera aðra tilraun til að róa Kúagerði-Álftanes næsta þriðjudag ef veður leyfir. Langtímaspáin segir 3 m/s og við fylgjumst með hvernig hún þróast. Hvernig líst ykkur á að hittast í Kúagerði kl. 17 á þriðjudaginn?<br><br>Post edited by: Andri, at: 2009/04/01 11:23

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2009 19:09 #9 by SAS
Við mættum 6 á Álftanesið, vindur var vestanstæður, 2-4 m alda, vindur allt að 20m/s.

Raðróðrarferðinni Kúagerði-Álftanes var frestað.

Allir nema undirritaður fóru á Geldingarnesið til æfa sig í öldunum við Fjósaklettana, njóta öldunnar við heppilegri og öruggari aðstæður en eru við Kúagerði-Álftanes.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2009 05:05 #10 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Maðurinn sem ætlaði að taka talstöðvavaktina var að forfallast, ef einhver býður sig fram til að hlaupa í skarðið þá væri það vel þegið. Annars er það bara gamli góði gemsinn.<br><br>Post edited by: Andri, at: 2009/03/21 22:06

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2009 03:46 #11 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Hópurinn hittist á morgun kl. 10 við aðstöðu Sviða og skilur eftir bíla þar. Síðan verður farið þaðan til Kúagerðis. Sé ykkur á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2009 03:16 #12 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Nýjasta spá segir suðvestan 10 m/s á hádegi í Straumsvík, þetta gæti því orðið krefjandi og skemmtilegur róður. Ég er hugsanlega kominn með mann á talstöðvavaktina sem myndi þá fylgja okkur eftir á bíl og hafa kayakfestingar tilbúnar á toppnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 mar 2009 03:16 #13 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
<br><br>Post edited by: Andri, at: 2009/03/20 20:18

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 mar 2009 18:29 #14 by Gíslihf
Andri og félagar!

Vindaspáin fyrir sunnudag er SV 10-12 m/s og utar meiri vindur. Það stefnir því í góða undiröldu, bullandi lens og surf og brim við ströndina og e.t.v. erfitt að rata inn í Skógtjörn nema fyrir þá sem þekkja boða og sker vel við Álftanesið.
Tímasetning á sjávarföllum er þannig að góður straumur ætti að vera inn í Skógtjörn.
Spurning hvað við gerum og hverjir treysta sér í þessar aðstæður.
Við fylgjumst allavega náið með veðurspánni.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2009 23:40 #15 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Raðróður um Reykjanes
Raðróðurinn heldur áfram og næsta dagleið er Kúagerði-Álftanes, c.a 18 km.

Ég heyrði í Magga áðan og hann sagði mér að sundlaugaæfingin fellur niður næsta sunnudag, því er upplagt að róa á sunnudaginn í staðin. Við stefnum á að hittast við Kúagerði kl. 10 á sunnudagsmorgun ef veðurspáin versnar ekki mikið. Við fáum svo aðgang að kayakaðstöðunni á Álftanesi til að skipta um föt og skola af okkur. Það er spáð vestanátt þannig að við ættum að hafa meðvind einhvern hluta ferðarinnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum