Hvítá fyrir byrjendur og sjómenn í maí

07 maí 2009 03:48 #16 by Gummi
Jæja nú er verulega farið að styttast í þetta hjá okkur og nú verða menn og konur að fara að melda seig.
Við verðum að fá að vita hvað margir ætla að mæta og hvort menn eru með báta og búnað eða hvort við þurfum að útvega allt fyrir menn. Það er nefnilega ekki nóg að mæta bara niður í laugardal á laugerdeginum og ætlast til að fá allan búnað þar. Við verðum nefnilega að fá tækifæri til að útvega búnaðin fyrir þá sem ætla að mæta.
Ég á slatta af dóti sjálfur en er búin að ráðstafa því öllu því ég tek með mér tvo byrjendur og þeir verða með allan minn auka búnað.

Nú væri gott að menn og konur láti vita af sér og mun ég bæta inn á listan hjá mér reglulega og reyna að halda þessum þræðí ofarlega fram að brottfarardegi.

Þessir ætla að mæta og fjöldin er svona.

Gummi +2 byrjendur - búið að útvega báta og búnað
Carlos - mætir með eigin bát
Anna Lára +1 byrjandi - bátur og búnaður ?
Bjössi +1 byrjandi - búið að útvega báta og búnað
Steini Formaður - mætir með eigin bát
Pétur +1 byrjandi - búið að útvega bát og búnað
Maggi kokkur - mætir með eigin bát og búnað

Samtals 12<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2009/05/06 20:52

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2009 17:24 #17 by Anna
Þetta verður fjör sem ég vil ekki missa af :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2009 23:52 #18 by Gummi
Það eru nokkrar æfingar eftir og ég vona að það verði ein á morgun og svo alla sunnudaga fram að ferðini.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2009 18:08 #19 by pths
Er að spá í að mæta með púkann en þyrfti helst að bleyta í honum einu sinni í lauginni fyrst. Eru sundlaugaræfingarnar búnar í vetur eða eru þið enn á ferðinni?

kv.
Pési

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2009 01:25 #20 by Ingi
www.facebook.com/video/video.php?v=5392201788&ref=mf

smá upphitun, eingin ástæða til að beila, er það nokkuð?
kk
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2009 06:25 #21 by Gummi
Ég mæti að sjálfsögðu sjálfur og verð með tvo pjakka með mér, þá Tuma og Birki síðan er Carlos vel heitur fyrir að mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 apr 2009 04:21 #22 by kokkurinn
Ég mæti ferskur í þenann æðislega róður, reyni að draga fuglinn með....

Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2009 21:55 #23 by Halli.
Eg mæti, og væntanlega með einhverja nýliða með í för!:woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2009 23:49 #24 by Steini
Ég mæti..B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2009 18:01 #25 by Gummi
Þar sem nú er farið að líða mjög nærri þessum viðburði og mæting virðist ætla að verða mjög góð finst mér rétt að minna á æfinguna á morgun í laugardalslaugini.
Ég er búin að ræða við allnokkra úr straumhópnum og lítur út fyrir að ég nái bara nokkuð góðri mætingu úr þeirri átt.

Þeir sjómenn sem ætla að mæta eru hvattir til að mikla þetta ekki fyrir sér því það skiptir engu hvað mikið eða lítið vatn er í Hvítá hún er alltaf mjög svipuð og alltaf mjög auðveld viðureignar, með öðrum orðum þá er hún eins og beybí á þeirri leið sem við ætlum að róa.
Á leiðini niður ánna munum við kenna mönnum að nýta sér strauminn til að koma sér milli bakka auk ýmissa annarra tixa.
Þeir sjókarlar og konur sem hafa mætt hafa alltaf talað um hve gaman þetta hafi verið og auðvelt, mun auðveldara en þeir höfðu gert sér í hugarlund.

Þeir Straumvatnsmenn og konur sem ætla ekki að mæta en geta lánað bátana sína meiga endilega hafa samband við mig í síma 8997516 eða senda mér línu á gummij(hjá)hive.is
Nú svo meiga líka hinir sem ætla að mæta endilega hafa með sér aukabátana sína til að lána nýliðunum.

Ég heimsótti Jón Heiðar og Torfa raftútgerðarmenn í Hvítá á skrifstofuna þeirra síðustu helgi og má segja að þeir séu bara að bíða eftir að fólkið mæti í gleðina.


Ég vonast til að sjá sem flesta sjóbátaræðara og einnig sem flesta nýliða í straumvatnið mæta í ferðina.

Gummi Straumur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 apr 2009 20:27 #26 by Ingi
Tek daginn frá.:pinch: og mæti. (Vonandi verða vorrigningar ekki meiri en í meðalári).

Post edited by: Ingi, at: 2009/04/07 13:29<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/04/07 13:31

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2009 00:51 #27 by Andri
Þetta verður stuð. Ég stefni á að fara svo niður Faxa eftir róðurinn, við verðum að ná þessu meti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2009 19:11 #28 by Heida
újé...fjör!
Ég tek daginn frá!! :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2009 03:32 #29 by Gummi
þann 16. mai ætla straumvatnsmenn og konur að bjóða nýliðum og sjóbátamönnum og konum upp á að róa niður Hvítá frá Brúarhlöðum undir eftirliti reyndra straumvatnsræðara.
Þeir sem hafa hug á að taka þátt í gleðini er bent á að það er mjög gott að hafa mætt á æfingar í Laugardalslaugini og gera tilraunir til að ná veltuni eða gera aðrar jafnvægisæfingar.
Þessi ferð er mjög auðveld og bætir aðeins í getu sjóbátaræðara til að takast á við óvæntar aðstæður.
Í ánni verður farið yfir einfaldar æfingar eins og að \&quot;ferja\&quot; en það er að nota straumskil til að ferðast á milli bakka í ánni. Einnig verður farið í gegnum það hvernig best er að haga róðri í straumvatni, hvernig á að sjá út hvar er lygna og annað í þeim dúr. Reynt verður að draga sem flesta af gömlum straumbátakörlum og konum til að aðstoða í ferðini og frést hefur af því að nokkrir af hinum goðsagnakenndu \&quot;Old boys\&quot; séu farnir að æfa af kappi í leyni fyrir ferðina.

Þeir sem hafa hug á að mæta geta farið að peppa sig upp því hin ótrúlegustu afrek hafa ætíð verið framin í ferð þessiri og er stefnan sett á að slá út fjöldamet í þáttöku sem er 36 á ánni í einu og 2 sjókallar niður Faxa á eftir.
Hvort metið fellur á þessu ári er undir ykkur komið en við straumbátafólkið erum sem sagt farin að gíra okkur upp fyrir ferðina og hvetum því þig til að taka þátt því þetta er bara gaman.

Straumkveðjur
Gummi J. og hinir úr ferðanefndini

PS. Þeir straumbátaeigendur sem eiga báta aflögu meiga gjarnan láta vita af þeim svo hægt sé að lána almennilega báta í ferðina.<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2009/03/24 20:35

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum