Það er í raun mjög skrítið að Ísland skuli ekki vera þátttakandi í alþjóða kayak samfélaginu í gegnum alþjóða sambönd og þær uppákomur sem þau standa fyrir. Þegar hin norðurlöndin eru skoðuð kemur í ljós að það er mjög rótgróin og mikil menning á bak við kayakíþróttina hjá þeim enda hentar þetta sport að mörgu leiti vel fyrir þessar þjóðir. Finnar, Norðmenn og Danir eiga öll keppnismenn í fremstu röð í heiminum í hinum ýmsu greinum. Í löndunum eru starfræktir mjög margir klúbbar og í öllum löndunum er ólíkt því sem er hér á landi starfrækt kayak sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar, líkt og t.d. handboltasambandið hér. Undir samböndin flokkast mismunandi kayak greinar eins og Póló, slalom, K1, C1, marathon og sjókayak. Siglingar á skútum eða tvíæringum eru alveg sér. Marathon á sjó er ótrúlega skemmtileg grein og það væri gaman að fá einhverja erlenda keppendur í Hvammsvíkur marathonið. Þessi keppni á Madeira virðist vera ótrúlega spennandi, einn sigurvegarinn eitt árið var í öðru sæti á hm k1 báta á síðasta ári þannig að menn eru að flakka á milli greina.