Öryggisstefna Kayakklúbbsins

18 apr 2009 17:50 #1 by jsa
Ég mundi segja að megnið af sjó öryggisstefnunni eigi líka við um strauminn, fyrir utan kannski að sjólag hefur lítil áhrif í straumnum og að sjókayakar með dekklínum sjást sjaldan í slíkum ferðum :)

Mér finnst kannski aðal punkturinn í þessu að í hverri ferð sé ákveðin ferðastjóri sem ber ábyrgð á að allir viti hvað þeir séu að fara út í, án þess að bera ábyrgð á hverjum og einum. Í gamladaga þegar að ég var að byrja var bara Steini sem stjórnaði þessu öllu en í seinni tíð hefur þetta soldið verið laust í reipunum og stundum hefur hópurinn verið soldið hauslaus, í straumnum allavega ég.

Mér finnst þetta gott plagg, ekki taka þessu þannig. Ég hafði bara gaman af þessu með sjólagið :)

sílvúble
jsa :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2009 05:56 #2 by Ingi
Góða ferð til Corsíku.
þú veist að það er hluti af Frakklandi. Vonandi færðu betri meðferð en þegar þú komst frá Spáni forðum. Mundu bara að segja
S´il vous plait, (Frb sílvúple) þá gengur allt betur.
kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2009 01:07 #3 by palli
Öflugur ertu á refresh takkanum Skírnir. Gott að vel sé fylgst með nýju efni á vefnum, ég held að öryggisstefna fyrir klúbbferðir sé búin að vera þarna inni alveg nokkra klukkutíma núna ... :P
Öryggisstefna klúbbferða var samin aðallega af sjómönnum ferðanefndar, og miðast við sjó- og vatnaferðir. Ég breyti þessu á síðunni hjá okkur svo þetta fari ekki á milli mála. Vona að þetta verði ekki til þess að enginn þori á straumvatn án þess að vera með vatnsþétt hólf og dekklínur :dry:

Svo er annað mál hvort öllum þyki ekki eðlilegt að það sé til öryggisstefna fyrir straumferðir á vegum klúbbsins - ég kasta því hér með fram ...

Góða helgi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2009 23:41 #4 by SAS
Öryggisstefnur Kayaklúbbsins eru ekki skrifaðar með straumróður í huga svo einfalt er það.

Öryggisstefna fyrir strauminn er hins vegar annað mál, sem er heppilegra að vinna sem sér verkefni og sem sérstök öryggisstefna, unnin af \"straumbátaliði\" eins og JSA nefnir sig og félaga.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2009 22:04 #5 by jsa
Ég vil ekki vera alltaf leiðinlegi gaurinn í útlöndum sem ríf bara allt niður :evil: En þegar að ég las öryggisstefnuna...

\"...kynnt nýjasta veðurspá og metin áhrif hennar á sjólag\"

\"Í ferðum Kayakklúbbsins er skylda að nota björgunarvesti og sjókayak með amk 2 lokuðum hólfum fyrir utan mannop og með dekklínum.\"

...þá datt mér í hug að það vanti kanski meira input frá straumbátaliði í þetta :)

Í heildina er þetta góð hugmynd, t.d. að hafa ákveðin farastjóra, það kemur skýrt fram að fólk er á eigin ábyrgð, fjallað um búðnað og þess háttar. Svo vildi ég bara láta heyra frá mér. Ég fer til Korsiku um næstu helgi :woohoo:
Jón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum