Æfing þrd. 28. apríl

13 maí 2009 00:37 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfing 12. maí
Ég mætti á svæðið og við Eymyndur urðum sammála um að fara hvergi, enda vindhviður all grimmar.
Svolítið langaði mig þó að skauta undan vindi upp í Hofsvíkina innan við Brimnesið en sú sjóferð hefði eins getað endað úti á flóa!
\"Der Mensch denkt aber Gott lenkt\" - segir þýskt máltæki og \"best er kapp með forsjá\".
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2009 02:17 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Æfing 12. maí - Sjómennska
GísliHf hafði samband og bað mig um að minna á æfingaróður á morgun, þar sem hann er netsambandslaus.

Hann ætlar að mæta 16:00 á Geldinganesið og á sjó kl. 16:30. Eins og venjulega er þetta eingöngu fyrir vana ræðara.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2009 04:41 #3 by Gíslihf
Það hefur orðið að ráði að hafa næstu \"róðraræfingu\" innanhúss!

Maggi Sigurjóns ætlar að bjóða okkur að koma í vinnuaðstöðu sína að Eldshöfða 16 kl. 17 á þriðjudag. Þetta er næsta gata fyrir neðan Vökuportið, iðnaðarbygging með útsýni yfir sundin blá.

Það verður
- skipt um skeggvír í einum bát (Explorer)
- og farið yfir það helsta sem getur bilað og þarf að gera við á Kayak almennt.
Segja má að kveikjan að þessu sé spurningin um neyðarviðgerðir í ferðalögum en það má einnig tala um gelcoat!

Annað sem við getum farið yfir og jafnvel kennt hver öðrum eru
- mikilvægir hnútar
- og skoðað lágmarks verkfærasett fyrir ferðalag
en svarið við því er eðlilega háð gerð kayaksins.

Allir klúbbfélagar eru velkomnir.

Kveðja, GHF.<br><br>Post edited by: Gíslihf, at: 2009/05/03 21:42

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2009 02:22 #4 by Gíslihf
Þrír fóru á sjó, Gísli HF, Páll R og Lárus - og allir komu þeir aftur! Allt var þetta góð æfing.

Vindur var SA 17 m/s og vindhviður á mæli Geldinganess slógu upp í 23 m/s og þá þurfti að halla sér upp í vindinn hvað sem fræðin segja um hvenig halla á bátnum til að stjórna honum að öðru leyti. Við þessar aðstæður er erfitt að komast úr fjörunni móti vindi og einnig virðist vera óheppilegt að vera með stór árablöð, vindur á hlið getur rifið í árina þegar henni er dýft í skjólmegin.
Þrír félagar í húsnefnd, Steini X, Ingi og Eymi, létu rok og rigningu ekki aftra sér og unnu eins og alvöru smiðir við að gera trépall utan við félagsgáminn okkar.

Það verður mikill munur og má hlakka til næsta laugardags þegar Reykjavíkurbikarinn verður háður.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2009 04:21 #5 by Gíslihf
Nú er ljóst að raðróðurinn frá Njarðvík hefur verið sleginn af vegna veðurs. Ég er sáttur við það enda vorum við Andri að ræða málið saman. Þótt mikilvæg reynsla felist í því að þurfa að þræða ströndina til að eiga afturkvæmt og að fá vindsveipi niður af klettabeltinu nálægt Helguvík sem fleygir manni af og til á hliðina þannig að næst tekur við high-brace eða velta - þá er ekki rétt að storka náttúruöflunum!

Ég stefni þá á æfingarróður við Geldinganes á morgun kl. 16:00/ 16:30 eins og verið hefur og það verður væntanlega minni vindur hér inni á sundunum.

Kvðja GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum