Þrír fóru á sjó, Gísli HF, Páll R og Lárus - og allir komu þeir aftur! Allt var þetta góð æfing.
Vindur var SA 17 m/s og vindhviður á mæli Geldinganess slógu upp í 23 m/s og þá þurfti að halla sér upp í vindinn hvað sem fræðin segja um hvenig halla á bátnum til að stjórna honum að öðru leyti. Við þessar aðstæður er erfitt að komast úr fjörunni móti vindi og einnig virðist vera óheppilegt að vera með stór árablöð, vindur á hlið getur rifið í árina þegar henni er dýft í skjólmegin.
Þrír félagar í húsnefnd, Steini X, Ingi og Eymi, létu rok og rigningu ekki aftra sér og unnu eins og alvöru smiðir við að gera trépall utan við félagsgáminn okkar.
Það verður mikill munur og má hlakka til næsta laugardags þegar Reykjavíkurbikarinn verður háður.
Kv. GHF.