Elliðaárródeó

04 maí 2009 01:35 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Elliðaárródeó-Úrslit
Hérna er video af Elliðaárródeóinu, miklu meira en var sýnt í fréttunum. Þarna má meðal annars sjá mig sýna mikil tilþrif í baksundi:laugh: .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2009 05:07 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Elliðaárródeó-Úrslit
já og það verður mynd af Halla í Morgunblaðinu á morgun. Miðopnumynd, þ.e. centerfold

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2009 05:06 #3 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Elliðaárródeó-Úrslit
Negla var það. F.h. keppnisnefndar þakka ég ölllum fyrir þátttökuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2009 04:44 #4 by Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2009 04:40 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Elliðaárródeó-Úrslit
Þetta var fínn dagur og alveg nauðsinlegur til að koma blóðinu á hreyfingu eftir að hafa tekið nokkurra ára pásu.
Ég sá um að halda uppi heiðri \"Old boys\" með því að mæta þar sem Kojak er staddur erlendis að halda uppi heiðri klíkunar þar. :P
Björnin og Hilmar voru með vant við látnir, en þeir voru í Chile að taka á móti nýju bátunum sínum sem eru systurskip hins nýja varðskips \"Þór\" sem var sjósettur þar í gær.
Þeir eru af tegundini Dagger Mamba og þurfa víst aðeins stærri skipaskurði en Elliðaárnar til að komast um án þess að stranda ;)
Steini sá síðan um dómgæslu og Carlos var að sníða steikur ofan í hópinn og komst því ekki á keppnisstað. ;)

Annars er ranglega farið með staðreyndir í gögnum keppninar en það gaf sig ekkert í bátnum heldur týndi ég negluni og eyddi þeim tíma sem ég átti að nota í tvær af þremur umferðum í að leita af nýrri neglu og því fór sem fór.
Negluna fann ég síðan á botninum á Elliðaánum á nákvæmlega sema stað og ég týndi henni á og er því græjan komin í besta stand aftur.B)

Annars ætla ég að þakka fyrir mig og það var gaman að sjá að það er enn einhvað smá líf í straumnum :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2009 03:44 #6 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Elliðaárródeó-Úrslit
Hóhó
Takk fyrir eðal keppni! Fáránlega gaman að bleyta í sér aftur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2009 21:34 #7 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Elliðaárródeó-Úrslit
Elliðaárródeóið tókst með miklum ágætum. Steini-X sá um að dæma og voru úrslitin óumdeild. Nokkrir fjölmiðlar voru á staðnum og er viðbúið að fjallað verði um mótið í RÚV í kvöld og Mogganum og Fréttablaðinu á morgun.

Kvennaflokkur:
1. sæti Anna Lára Steingrímsdóttir 10 stig
2. sæti Heiða Jónsdóttir 4 stig

Karlaflokkur
1. sæti Haraldur Njálsson 24 stig
2. sæti Ragnar 12 stig
3. sæti Stefán Karl Sævarsson 8 stig
4. sæti Beggi 6 stig
5.-6. sæti Guðmundur Jón Björgvinsson 4 stig (báturinn bilaði, þ.e. spyrna datt úr)
5.-6. sæti Andri Þór Arinbjörnsson 4 stig
7. sæti Örlygur Steinn Sigurjónsson 2 stig

Mér láðist að taka niður full nöfn tveggja keppenda, getið þið ekki smellt þeim á korkinn?

Cintamani veitti sigurvegurunum verðlaun, gæðasullskó og tvö útdráttarverðlaun til viðbótar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2009 17:18 #8 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Elliðaárródeó
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verður a.m.k. einn frægur blaðaljósmyndari á staðnum og mun taka gríðarlegar action-myndir af ródeóinu til birtingar í Mogganum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2009 17:19 #9 by Anna
Replied by Anna on topic Re:Elliðaárródeó
Ómæ god hvað ég hlakka til að komast í ána...
Ég svitna í lófunum, hjartslátturinn eykst og maginn fer í hnút þegar ég hugsa um elló...
Loksins loksins drífur maður sig af stað.. þetta er ljúfur vorboði...:woohoo:

Daði þú verður að vera með þetta tekur ekki það langan tíma og þú ferð endurnærður aftur í lærdóminn :silly:

Sjáumst hress á morgun...
Vona að fleiri noti þetta til að koma sér í gang fyrir sumarið eins og ég...

kv. Anna Lára

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2009 04:10 #10 by dadireynir
Replied by dadireynir on topic Re:Elliðaárródeó
væri mikið til í að bleyta aðeins í sér fyrir sumarið, en verð að eiga það inni prófaturnin að byrja

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2009 20:56 #11 by StebbiKalli
Replied by StebbiKalli on topic Re:Elliðaárródeó
Ég mæti, djö verður gaman að bleyta aðeins í sér aftur. Kominn tími á að verja titilinn frá því í fyrra. Búinn að ýminda mér fullt af allskonar látbrögðum sem munu án efa vekja mikla hrifningu.:cheer:

kv
Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2009 19:59 #12 by Halli.
Elliðaárródeó was created by Halli.
Nú er elliðaáródeóið alveg að skella á, ætla ekki örugglega allir að mæta???!!. Það verður mega fjör og þetta snýst ekki endilega um að vera eitthvað geðveikt flinkur, aðalatriðið að koma saman og sulla og fyrir þá sem eru nýbyrjaðir er þetta kjörinn vettvangur til að stimpla sig inn, kynnast fólki og æfa sig við kjöraðstæður með þeim sem kunna eitthvað aðeins meira.
Koma svo!!:P
P.S
Munið að Það eiga allir möguleika á glæsilegum útdráttarverðlaunum frá cintamani center á laugaveginum!:woohoo:

Post edited by: Halli., at: 2009/04/28 13:02<br><br>Post edited by: Halli., at: 2009/04/28 15:06

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum