Nú skora ég á félagsmenn að mæta í tiltekt á morgun (föstudag 1.maí) kl 10 svo aðstaðan okkar líti sem best út á laugardaginn þaegar Reykjavíkurbikarinn fer fram, félagsaðastaðan okkar er líkust haughúsi svo nú er bara að skúra skrúbba og bóna allt hátt og lágt !
Í gærkvöldi var dekkið skrúfað á í slagveðurs rigningu og það er kominn hinn glæsilegasti pallur. Steini er búinn að standa sig firnavel sem verkstjóri og þjarkur mikill og Ingi og Eymi búnir að taka vel á því líka. Nú mættu nokkrir mæta á morgun í tiltekt og til að róta úr nokkrum malarhrúgum á svæðinu. Gott ef einhverjir myndu grípa með sér malarskóflur og jafnvel hrífur til þess arna. Verð sjálfur á staðnum frá kl. 10 í fyrramálið.<br><br>Post edited by: palli, at: 2009/04/30 11:23
Nú standa yfir framkvæmdir við aðstöðuna okkar og á morgun, miðvikudag verður lögð loka hönd á pallasmíðina, heilmikil skrúfuvinna, væri því velþegið ef menn geta mætt með skrúfvél og hjálpað til. Mætum á morgun kl. fjögur, ætti að vera búið fyrir átta.