Skorradalsróður 9. mai

11 maí 2009 16:50 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
Það gekk treglega að komast í Skorradalinn. Sjálfur fór ég á föstudeginum í 28m/s undir Kjalarnesinu, en allt hafðist þetta hjá okkur öllum.

Okkur seinkaði um 30 mínútur frá upphaflegri áætlun, þar sem vindur var enn mikill á laugardagsmorgninum. Eftir stutta kynningu, þar sem Gunnar Ingi var kynntur sem Sweeper og Lárus sem fremsti maður lögðu 13 bátar á stað frá Skógargilseyrinni í töluverðu öldu. Aldan minnkaði eftir því sem leið á daginn og var vatnið spegilslétt um 17:00.

Róðurinn gekk vel, nokkuð hratt róið undan vindinum. Þrisvar sinnum var vatnsbotninn rannsakaður, en viðkomandi kippt upp með félagabjörgun. Þá fekk Gunnar Ingi smá æfingu í að draga annan kayak smá spöl.

Við fylgdum upphaflegu róðrarplani, tókum gott kaffistopp í Klausturskógi og svo aftur í Stálpastaðaskóginum. Heildar vegalengd sem var róin var um 17,2 km.

Myndir sem ég tók er að finna á slóðinni
picasaweb.google.com/sjokayak/20090509SkorradalsroUr#

Eins er að finna mynd af róðrarleiðinni sem var farin

Þeir sem réru voru eftirfarandi:
Sveinn Axel Sveinsson
Hildur Einarsdóttir
Þorbergur Kjartarsson og mágur
Sigurjón Sigurjónsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Lárus Guðmundsson
Karen Bárudóttir
Magnús S. Magnússon
Hilmar Erlingsson
Stefán Már Stefánsson
Ingi Þór Edvardsson
Magnús Norðdal


kv
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/05/12 10:32

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 22:21 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
Belgingur lofar góðu róðrar-og útivistarveðri á morgun, þurru, vindi 2,5-7 m/s, minnkandi vindur eftir sem líður á daginn, og hiti 4-6 gráður á Celsius. Sem sagt gott íslenskt vorveður.

Gaman að sjá hve margir eru að mæta aftur í róður eftir langt vetrarhlé.

Fyrir þá sem ekki treysta sér í allan róðurinn sem er áætlaður 16 km, þá er alltaf möguleiki á að bíða í bústaðnum okkar undir Einiberjahlíðinni norðan megin við vatnið. Þá er ekki ólíklegt að einn róðrarfélaginn okkar (Gísli Karls) verði mættur á svæðið og er tilbúinn að keyra fólk til baka ef þess þarf.

Allar nánari upplýsingar um staðsetningu, áætlaða róðraleið ofl er að finna neðar á þessum þræði.

Sjáum hress við Skógargilseyrina kl. 10:30

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2009 20:47 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
Eftirfarandi hafa staðfest þátttöku, eða stefna á þáttöku:

Sveinn Axel og Hildur
Gummi
Magnús S. Magnússon
Lárus Guðmundson
Hilmar Erlingsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Karen Bárudóttir
Sigurjón Sigurjónsson
Magnús Norðdal
Þorbergur Kjartansson og félagi

Ef einhver er með laust pláss fyrir ræðra og/eða bát, endilega látið vita.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2009 18:16 #4 by Stefán_Már
Ég ætla að dusta rykið af kayaknum og mæta.

kv
Stefán Már
846-3966

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2009 17:20 #5 by msm
Replied by msm on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
Ég geri fastlega ráð fyrir að mæta, en get þó lent í vandræðum með kayajkfestingarnar á bílnum og þyrfti því að koma bátnum með öðrum sé þess kostur?
Magnús, Gsm: 695 20 98

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2009 06:11 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
Sjálfur fer ég á stað á föstudagskvöld og verð í bústað í Skorradalnum um helgina. Verð með tvo báta með. Það vantar líklega far fyrir 1-2 báta, þ.a. ef einhver er með laust pláss, þá má viðkomandi gjarnan láta vita.

Þeir sem hafa skráð sig eru eftirfarandi:

Sveinn Axel og Hildur
Magnús S. Magnússon
Lárus Guðmundson
Hilmar Erlingsson
Gunnar Ingi Gunnarsson
Karen Bárudóttir

Endilega skráið ykkur, ef þið ætlið að mæta.

kv
Sveinn Axel

sveinnaxel@gmail.com
gsm: 6607002<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/05/05 23:12

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2009 05:43 #7 by Hilmar E
Sæll Sveinn ég stefni á að vera í bústað í Skorradal um helgina og ætla að skella mér með ykkur.

Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2009 14:29 #8 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
Ég stefni á að mæta en það gæti nú allt breyst. Verður einhver með kerru sem væri hægt að sníkja far með ?

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2009 22:26 #9 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
Það stefnir í ágætis mætingu. Endilega skráðið ykkur sem fyrst í ferðina, annað hvort hér á vefnum eða senda mér tölvupóst. (sveinnaxel@gmail.com)

Langtímaveðurspá segir vorveður með tiltölulega litlum vindi.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2009 22:56 #10 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Skorradalsróður 9. mai
geri bara ráð fyrir að mæta

kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2009 06:18 #11 by SAS
Skorradalsróður 9. mai was created by SAS
Ekið yfir Dragháls og sunnan að Skorradalsvatninu eða Hvalfjarðargöngin, beygt inn á veg 507 (malarvegur) eða 508 (malbik). Síðan ekið eftir vegi 520 og beygt að vatninu við Stóru Drageyri að vatninu sunnan megin Þaðan er ekið inn með vatninu til austurs að ströndinni við Skógargilseyri.

Róið verður inn vatnið og áð í Klausturskógi sunnan vatnsins eða í bústað undir Einiberjaflötum norðan megin, látum veðrið og andann ráða. Eftir kaffi er síðan róið til baka með norður ströndinni að Stálpastaðaskógi og þaðan þverum við vatnið aftur að Skógargilseyrinni. Vegalengdin sem er áætlað að róa er um 16 km. Erfiðleikastig róðursins er háð vindstyrk, en ætti að henta öllum sem treysta sér í lengri róðra. Kort af vatninu með áætlaðri róðrarleið er að finna á picasaweb.google.com/sjokayak/20090509Skorradalsrodur#

Ágætis upplýsingar um Skorradalinn má lesa á
fitjahlid.123.is/page/23306/

Mæting á Skógargilseyrina kl. 10:30, og í bátana kl. 11:00. Þetta er rúmlega 1 klst akstur frá Rvk., þ.a. leggja þarf á stað um 9:00 úr Rvk. Gera má ráð fyrir að róðurinn taki allan daginn eða til 17:00.

Áhugasamir skrái sig í róðurinn, með því að svara þessum pósti. Ef einhver er í vandræðum með far fyrir sig eða bát, endilega látið þá vita.

Umsjón: Ferðanefnd, Sveinn Axel Sveinsson,s. 660 7002, sveinnaxel@gmail.com

Post edited by: SAS, at: 2009/04/29 08:48

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum