Reykjavíkurbikar - neyðarblys

06 maí 2009 05:50 #1 by Ingi
Ef þið eigið leið til Hawaii þá er ekki úr vegii að kíkja á þessa keppni: oceanpaddler.tv/index.php?option=com_sey...directlink&id=47

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2009 20:53 #2 by denni
Ég setti inn nokkrar myndir á flickr síðuna mína af þyrlubjörguninni, kíkið endilega á þetta.

slóðin er www.flickr.com/photos/narfason/

Kveðja Þorsteinn Narfa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2009 19:25 #3 by Rúnar
Einnig má sjá mjög spennandi vídeó á þessum vef:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2009 18:47 #4 by Rúnar
Nokkrar myndir frá Reykjavíkurbikarnum

picasaweb.google.com/runar.palmason/Reykjavikurbikarinn#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2009 06:22 #5 by Heida
Hæhæ
Takk kærlega fyrir hressan laugardagsmorgun í Geldinganesinu;) Pallur, pylsur og mótstjórn alveg til fyrirmyndar. Og já kærara þakkir fyrir bátslánið Rúnar, hefði aldrei komist þetta án hans :Þ

Sjáumst svo á floti fljótlega.
kv Heiða

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2009 18:33 #6 by Valdi_Kaldi
Langar að benda á eftirnafnið hjá mér sem virðist vanta... Karl Valdimar Kristinsson, 2. sæti í 3 km.

Svo þakka ég bara kærlega fyrir mig, þetta var á allann hátt alveg glæsilegt. Nú er bara æfa sig betur og taka 10 kílómetrana næst!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 21:12 #7 by palli
Replied by palli on topic Re:Reykjavíkurbikar
Glæsileg framkvæmd á Reykjavíkurbikarnum þetta árið. Fín keppni líka - fjölmenn og veður og sjólag afar fjölskrúðugt. Keppnisnefnd og aðrir sem komu að undirbúningi og framkvæmd hafi hinar mestu þakkir fyrir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 05:15 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Reykjavíkurbikar - Úrslit
Það er kominn harður kjarni af kajakræðurum og fólki sem lætur sig hafa það á laugardagsmorgni að koma og fylgjast með svona ati.
Greinilegt að við höfum á að skipa frábærum ræðurum sem geta vel verið frambærilegir hvar sem er. Allavega voru aðstæður í dag ekki neitt sérstaklega góðar en tímarnir eru bara fínir yfir línuna og fremstu menn í góðu formi.
Þyrlan trekkti að og vonandi fáum við hana aftur því að þessi æfing er ekki síður góð fyrir áhöfn hennar en okkur.:pinch:

Þakka keppnisnefnd fyrir pulsur og frábæran dag.

Kveðja,

Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 04:52 #9 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Reykjavíkurbikar - Úrslit
Vel heppnaður dagur hjá kayakklúbbnum.. frábær keppni og þyrlusjóv :)

Fyrir áhugasama má sjá hér nokkrar myndir teknar í fjöruborðinu við Geldinganeseyðið....
www.facebook.com/photo.php?pid=421387&am...11&id=1269463063

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 04:29 #10 by gsk
Replied by gsk on topic Re:Reykjavíkurbikar - Úrslit
Hér er svo frétt á mbl.is mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/02/kajakrodur_i_koldum_sjo/

gsk<br><br>Post edited by: gsk, at: 2009/05/02 21:31

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 03:25 #11 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 02:53 #12 by Sævar H.
Þetta var alveg bráðskemmtileg bikarkeppni. Veður fjölbreytt sem og sjólag. Sumarblíða öðruhverju en vetrarbyljir inná milli. Flestir voru í hörkuæfingu eftir stífa vetrarróðra. Sigurvegarinn hafði ekki róið lengi (ár ? ) - hafði engu gleymt - glæsilega gert hjá Halla. Þyrlubjörgunaratriðið var frábært. Örlygur Steinn hífður úr sjó og um borð í þyrluna og flogið með hann einn hring- síðan var honum skilað niður aftur. Það verður erfitt að toppa ævintýri Örlygs. Takk fyrir frábæran keppnisdag sjókayakmanna og kvenna...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/05/02 19:54

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 02:48 #13 by Rúnar
Í Mogganum á morgun verður glæsileg mynd af ræðurum. Tilvalinn minningargripur. Um að gera að kaupa nokkur eintök handa vinum og vandamönnum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2009 00:09 #14 by Guðni.Á
Hér er video af herlegheitunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2009 23:22 #15 by Rúnar
Úrslitin skila sér ekki almennilega hér fyrir ofan. Von er á frétt um málið á forsíðuna innan skamms.

Sumarhátíðin og Reykjavíkurbikarinn tókust að mínu mati sérlega vel. Keppendur voru 23 talsins, þar af þrír í kvennaflokki. Aðstæður voru nokkuð krefjandi við Geldinganes og fór svo að Heiða Jónsdóttir hvolfdi bátnum sem hún hafði fengið lánaðan þar fyrir utan en var snarlega bjargað af vöskum björgunarsveitarmönnum úr Ársæli. Við sundið fylltist Heiða jötunmóð og gerði sér lítið fyrir og vann sinn flokk. Báturinn er reyndar af sérstaklega góðri gerð, Fransesconi Esplora og svo vill til að hann er í minni eigu, en afrek Heiðu er engu minna fyrir vikið.

Haraldur Njálsson hrifsaði Reykjavíkurbikarinn úr greipum Ólafs B. Einarssonar og vóg þar með að Íslandsmeistaratign Ólafs. En keppnistímabilið er auðvitað rétt að byrja og miðað við formið á þessum tveimur og flestum þeirra sem sigldu í kjölfarið stefnir allt í hörkuspennandi Íslandsmeistarakeppni. Það var augljóst af keppendum að margir höfðu æft stíft í vetur og það skilaði sér. Aðrir hafa ekkert æft og það skilaði sér líka, sbr. að ég hafnaði í síðasta sæti. Ég hef auðvitað mjög góða afsökun því ég var að passa upp á næstsíðasta mann í róðrinum þar sem ég sá ekki til björgunarsveitarinnar. Þetta er mjög góð afsökun.

Nú, hvað meira? Andinn á bakkanum var feykigóður, pylsurnar voru á hárréttu hitastigi, pallurinn sló í gegn en það er alveg á hreinu að þyrluæfingin setti punktinn yfir i-ið. Örlygur, sem reddaði þyrlunni á staðinn, var tosaður upp úr sjónum og var það mál nærstaddra að hann hefði verið mjög sannfærandi sem velktur og slasaður sjókayakmaður. Nú er hann búinn að læra þetta þannig að það væri best að ef það þarf að kalla aftur á þyrluna að þá verði hann hífður upp.

Þyrluæfingin þyrfti að verða fastur liður í Reykjavíkurbikarnum. Mér líst líka vel á að ræða um samskipti við Gæslu og björgunarsveitir. Ársæll á inni hjá okkur kayaknámskeið (laun fyrir keppnisgæslu) og ég veit að björgunarsveitin á Kjalarnesi vill gjarnan fá slíkt námskeið. Er ekki upplagt að boða sveitirnar á námskeið, helst í sundlaug, og taka síðan almennilega æfingu með þeim úti á sjó? Það væri t.d. hægt að æfa björgun í brimi. Hvernig líst öryggisfulltrúunum á það?

Keppnisnefnd þakkar öllum þeim sem veittu aðstoð og að sjálfsögðu öllum þeim sem mættu til að fylgjast með. Þá er Sportbúðinni og 66°Norður þakkað fyrir útdráttarverðlaunin.<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2009/05/02 17:36

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum