Þetta var bara gaman. Mesta aldan var beint út af Bakkafjöru og þar héldum við okkur einna mest.
Langt síðan að maður hefur komist í góða öldu, án þess að vera berjast einnig við mjög mikinn vind í leiðinni.
Fjórir ræðarar prófuðu sig i öldunni, surf uppi sandfjörurnar, og út aftur i gegnum hörku brim í víkinni sunnan við Hrakhólma,ölduhæðin var
1-1.5m.
Mættir Páll Reynis, Hörður, Sveinn Axel og Lárus, Þetta er örugglega einn af heitu stöðunum i vestanátt, stefnum á fleiri hittinga þarna.
kv.lg
Hluti æfingarhópsins ætlar að hittast á Álftanesinu í dag þriðjudag kl 16:00, í aðstöðu Sviða og róa í vestan öldunni.
Í boði verður vonandi mikið hopp og surf, þar sem vindur hefur verið vestanstæður síðustu daga.