Suður með sjó 6. júní

07 jún 2009 06:54 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Við fórum eftir öryggisstefnunni sem Andri kynnti í upphafi róðurs. Lárus sá um róðrarstjórn, hélt hópnum vel saman, Gísli Karls var fremstur, við Gunnar Ingi aftastir og Andri á miðjunni. Róðurinn endaði í 15 km, sem við Lárus tvöfölduðum með því að róa til baka aftur.

Nokkrar myndir er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20090606KuagerIVogar#

Takk fyrir okkur
kv
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jún 2009 01:23 #2 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Þetta var vel heppnaður róður og góð þátttaka. Þeir sem réru voru Andri Þór Arinbjörnsson, Jóna Björg Jónsdóttir, Sveinn Axel Sveinsson, Gísli Stefán Karlsson, Ólafur Viðarsson, Lárus Guðmundsson, Hildur Einarsdóttir, Ari Gauti Arinbjörnsson, Stefán Már Stefánsson, Valdi Kaldi, Guðni Á, Þóra Atladóttir, Einar Benediktsson, Einar Einarsson, Magnús Guðjónsson, Gunnar Ingi og Þorbergur Kjartansson.

Það var smá vindur að norðan, alda og sólskin. Við tókum tvö kaffistopp, það seinna var við vitann á Vatnsleysuströnd. Fram að því höfðum við haft hliðarvind en restina af ferðinni fengum við hörkulens. Anna Lára tók á móti okkur í höfninni við Voga en þá var í gangi hafnardagur í Vogum og þess vegna mikið mannlíf. Þar voru teknar veltuæfingar og síðan bátarnir teknir upp. Sveinn Axel og Lárus ákváðu að róa til baka og voru komnir til baka í Kúagerði um hálfsexleitið.

Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2009 04:45 #3 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Stefnir í að ég komist með líka. Barnapían er laus.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2009 02:50 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Þrír hafa bæst við og eru það Einar Benediktsson, Einar Einarsson og Magnús Guðjónsson. Það stefnir í mjög góða þáttöku því við erum orðin 17 sem ætlum að mæta. Veðurspáin er líka ágæt, hæg norðanátt og sést jafnvel aðeins til sólar.

Á morgun er hafnardagur í Vogum og því von á miklu mannlífi við höfnina þegar við komum þangað.

Sjáumst á morgun,
kv Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 19:34 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Stefán Már Stefánsson, Valdi Kaldi, Guðni Á og Þóra Atladóttir hafa bæst í hópinn og við erum orðin 14.

Ég get skilið eftir tvo bíla í Vogum en ef einhverjir hafa tök á því að mæta örlítið fyrr til að forfæra bíl til Voga þá væri það vel þegið. Annars er örstuttur akstur þarna á milli og auðvelt að skjótast eftir fleiri bílum þegar við komum í land.

kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 18:20 #6 by Guðni.Á
Ég er klár í róður á morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 18:10 #7 by Valdi_Kaldi
Búinn að skila miðanum á Citrus Rokk og Ról í kvöld, og þar með þynkunni í fyrramálið. Ég mæti ferskur á morgun!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 06:45 #8 by Stefán_Már
Ég ætla að mæta líka.

kv
Stefán Már Stefánsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 05:29 #9 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Þá hafa bæst í hópinn, Lárus Guðmundsson, Hildur Einarsdóttir og Ari Gauti Arinbjörnsson. Veðurspáin er NNV 2,5-5 og heiðskýrt. Semsagt útlit fyrir góða þátttöku og ágætisveður.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2009 21:23 #10 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Suður með sjó 6. júní
held að það sé rétt að ég elti ykkur

lg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2009 21:11 #11 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Þeir sem hafa skráð sig í róðurinn eru:

Andri Þór Arinbjörnsson
Jóna Björg Jónsdóttir
Sveinn Axel Sveinsson
Gísli Stefán Karlsson
Ómar Orri Daníelsson
Krístín
Ólafur Viðarsson

Veðurspáin gerir ráð fyrir NV 2,3 m/s og jafnvel einhverri smá úrkomu.

Það er ennþá hægt að skrá sig í róðurinn með því að hringa í mig (6995449), senda mail á andrita05(hjá)ru.is eða bara melda sig hérna á korkinum

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2009 21:27 #12 by gsk
Replied by gsk on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Sælir,

Melda mig inn á róðurinn.

Lengi langað til að róa á þessu svæði.

Sjáumst á sjó.

kv.,
Gísli Karls.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2009 23:29 #13 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Stefni á að mæta. Lýst vel á tímabreytinguna, þ.e. 09:30

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2009 22:22 #14 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Suður með sjó 6. júní
Við höfum ákveðið að gera smá breytingu og hittast kl. 9:30 í stað 10:30.
Semsagt hittingur kl. 9:30 þann 6. júní við minnisvarðann í Kúagerði.<br><br>Post edited by: Andri, at: 2009/05/27 15:22

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2009 13:58 #15 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Suður með sjó 6. júní
upp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum