Tungufjlót á morgun fimmtudag

15 ágú 2009 15:21 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufjlót/týndur bátur
Til að lagfæra dældina þá skaltu bara láta renna heitt vatn á hann í svona klukkutíma og þá gengur dældin til baka og ef það gengur ekki þá ýtir þú henni bara út á meðan hann er enn heitur og setur einhvern stuðning við á meðan hann er að kólna. Láttu svo bátin kólna hægt þeas ekki láta renna kalt vatn á hann því þá verður plastið víst stökkara. Ég er búin að gera við nokkra báta á þennan hátt og það hefur alltaf virkað mjög vel.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2009 03:55 #2 by StebbiKalli
Vel gert :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2009 07:37 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Tungufjlót/týndur bátur
Kayakinn er kominn í hús og virðist nothæfur, samt aðeins dældaður á botninum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2009 21:39 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Re:Tungufjlót/týndur bátur
Frábært að báturinn sé fundinn:woohoo: , ég er í vinnu úti á landi og verð þar fram í miðjan næsta mánuð. Ég á vont með að komast í netsamband en varð himinlifandi þegar ég frétti af þessu áðan og dreif mig strax í tölvu.

Ef einhver verður á ferðinni þarna á undan mér og nær að losa hann þá er hægt að láta mig vita í síma 6995449. Annars stefni ég á að skreppa austur um miðjan ágúst, það væri frábært að fá þig með Gummi, ég verð í sambandi.

Kv, Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2009 23:49 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufjlót/týndur bátur
Ég er til í að rúlla með ykkur austur með slatta af spottum og blökkum, það ætti að duga til að koma bátnum í land. Það er bara spurning hvenær er stemming fyrir að fara :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 júl 2009 07:07 #6 by StebbiKalli
Báturinn er ennþá í Tungufljótinu situr við stein rétt neðan við þrenginguna. Gerðum heiðarlega tilraun til að koma honum á land í kvöld en er hræddur um að það þurfi fleiri mannöfl til að ná honum.
kv
Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2009 03:40 #7 by Steini
Tungufljótið getur leikið mann grátt, samber mynd; særður eftir að hafa fórnað sér á sundi til að bjarga mannlausum bát úr ánn.;)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 23:39 #8 by Andri
Ég lét lögguna vita af bátnum, takk fyrir ábendinguna Gummi. Þeir láta mig svo vita ef hann finnst. Annars á ég að vera tryggður fyrir þessu og vonandi fæ ég bát sem fyrst. Held að ég bíði samt með Austari eða Eyvindará, dunda mér fyrst eitthvað í Hvítánni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 18:14 #9 by havh
Ef ég hugsa til þess þá held ég að það sé betra að synda austari en tunguna....

En skellir hann sér ekki bara næst í hana, ja eða Eyvindará?

muhahahhahhahhahaha

kv
Dóri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 14:22 #10 by jsa
Get ekki verid annad en sammala Gumma.

En hann gleymdi einni Steina speki
\"Their sem synda mest til ad byrjamed endast i sportinu.\"

Thad er gott ad byrja a thvi versta thad verdur bara betra hedan af :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 05:04 #11 by Gummi
Já við höfðum það fyrir reglu að fara ekki með byrjendur í Tungufljótið. Ég var búin að róa í straumvatni í tvö sumur eða þrjú áður en ég fór fyrstu bununa niður. Var þá áður búin að róa kaflann undir brúnni nokkrar ferðir áður.

Röðin er Hvítá frá Brúarhlöðum, Hvítá frá Brattholti, Hvítá frá Pjaxa, Leika sér í ölduni við veiðistað og veltast þar um, Ytri-Rangá nokkrar bunur síðan Tungufljót nokkuð margar ferðir og eftir það Jökulsá Austari
Þetta er góð uppskrift að nokkuð óhappalausum ferðum sem Steini lagði upp fyrir okkur hér í árdaga.

Ég vona að báturinn finnist, þú ættir kanski að láta lögguna á svæðinu vita svo þeir fari ekki að kalla út leitarsveitir þegar báturinn finnst.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 03:40 #12 by Andri
Þetta fór nú ekki alveg nógu vel hjá mér, allur blár og marinn og búinn að týna kayaknum. Ég hefði kannski átt að taka auðveldari á fyrst. Er einhver með ódýrann straumbát til sölu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2009 01:30 #13 by Andri
Ég kíki með, hitti ykkur í sveitinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2009 18:43 #14 by Halli.
Eg og Kalli ætlum að æfa okkur fyrir norðurferðina í ammæli heimsmeistarans með einu rennsli niður Tungufljótið svo við verðum okkur nú ekki til skammar í norðlensku ánum. Einnig er inni í myndinni að kíkja á hina ægifögru og æsandi flúð Leoncie sem er stórt \"slide\" í Fossá rétt fyrir ofan Háafoss.
Er ekki stemming fyrir þessu?
Hittingur kl 09 árdegis á N1 við Rauðavatn.<br><br>Post edited by: Halli., at: 2009/05/20 13:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum