Sumarróðrar á laugardögum ?

31 maí 2009 06:50 #1 by Ingi
Ég ætlaði að fara í morgun með konuna í rólegan morgunróður en hætti við vegna veðurs. þessi pistill frá Sævari staðfestir að sjórinn hafi ekki verið eins og spegill,en það var fyrsta skilyrðið frá betri helmingnum. Fer bara seinna þegar lægir.:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2009 03:11 #2 by Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/05/30 20:16

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2009 03:10 #3 by Sævar H.
Við vorum fimm sem vorum við róðra um hádegisbilið í dag laugardaginn 30 maí. Flestir voru við æfingar austan megin við Eiðið. Sjálfur tók ég 8 km hringróður um,Leiruvoginn. Logn og blíða var þegar ég lagði af stað. Þegar komið var inní Blikastaðakró var komin nokkur undiralda inn Þerneyjarsundið og að byrja að blása á SSV. Og þegar komið var að Gunnunesinu voru komnar einkennilegar aðstæður. Um 15-17 m/sek SSV vindur þvert á undirölduna og síðan bætti sterkur útfallsstraumur heldur betur í sjólagið. Sjóálagið kom að úr öllum áttum og reyndi heldur betur á lestarlúgur og mannopssvuntuna á bátnum . En þegar komið var að Geldinganesinu fór að róast með sjólagið. Þegar ég fór að skoða veðurskráninguna fyrir Geldinganesið voru 11 m/sek þar þá þegar ég var í 15-17 m/sek við Gunnunesið. Þegar vindurinn fór yfir Geldinganesið jókst hraðinn svona mikið þegar komið var á mitt Þerneyjarsundið... það er margt að varast og ekki alltaf á vísan að róa..., En róðurinn var hinn frískasti.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/05/30 22:23

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2009 03:08 #4 by Sævar H.
Við mættum þrír í þennan tilfallandi laugardagsróður. Einn af okkur var byrjandi, bandaríkjamaður. Hann átti ekki bát og nýtti því gula plastbát klúbbsins ,Seayak. Stýri bátsins reyndist ónothæft. En hvíti báturinn var með leka framlúgu og því varasamur . Róið var inná Leiruvoginn og í Þerney . Vindstrengur var ASA og útfallsstraumur að öðruleyti gott veður. Byrjandinn á þeim gula átti í basli vegna stýrisleysis en stóð sig samt mjög vel. Ferðin í heild var vel heppuð.
Spurning hvort ekki sé betra að taka klúbbbátana úr umferð meðan ástand þeirra nær ekki öryggiskröfum ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2009 02:56 #5 by Sævar H.
Á morgun, laugardaginn 23. maí er ágæt verðurspá. Fremur hæg ASA milli 5 og 7 m/sek sjólaust, Smá skúrir f.h.
Ég ætla að nota þetta veður og sjólag til að fara í róður og róa kringum Þerney - jafnvel Lundey og Geldinganesi að sunnan og að Eiðinu. Háfjara er kl 11.
Kl. 10 árdegis legg ég í róðurinn fra Geldinganes eiðinu.. Öllum velkomið að róa með....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 21:54 #6 by Orsi
Þetta yrði örugglega í anda þess sem gert hefur verið á liðnum misserum. Félagsróðrar eru hættir að vera eini vettvangur róðrarþyrstra manna og kvenna. En Félagsróðrar verða alltaf á sínum stað.

Nú eru komnir til sögunnar Æfingaróðrar, Næturróðrar, Raðróðrar osfr. sem blásið er til á korkinum, og að sjálfsögðu ættu Laugardagsróðrar fullt erindi í þetta fjölbreytta safn.
Þannig að mér líst bara vel á þessa hugmynd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2009 18:31 #7 by Sævar H.
Frá hausti fram á vor eru róðrar á laugardögum frá Geldinganesinu- fastur liður. Þann tíma eru náttúruskilyrði til róðra oftar en ekki barátta við vinda,kulda og myrkur.:woohoo: Þegar gott veður,hiti og birta einkenna náttúruna- þá er laugardagsróðrum hætt.:kiss: Er þessi háttur ekki dálítið öfugsnúinn ? Kannski hægt að láta poppa upp hér á korkinum \&quot; Núna er laugardagsróður \&quot; og kayakmenn og konur fjölmenna í Laugardagsróður ? Ég gæti trúðað að mörgum þætti þetta bæði áhugavert og skemmtilegt
Hvað segja kayakmenn og konur um þetta ? :P

Laugardagsróður- í fjörunni Hvítasandi í Þerney


Það var ekki fjölmennt í þessum góða róðri um Viðey-Þerney-Geldinganes - um há sumar. Eins og myndin sýnir.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/05/22 13:00
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum