belgingur.is

01 mar 2007 19:50 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:belgingur.is
Já þetta var helvíti fínt og skemmtilegt að fá smá kennslu í því að nota belging. Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að lesa eitthvað út úr þessum háloftavindum, þessi kort líta bara út eins og einhver abstrakt listaverk.

Það er mjög ánægjulegt að sjá að það er áhugi hjá klúbbnum að halda svona fundi og áhugi hjá félagsmönnum að mæta á þá. Þessir tveir áhugar þurfa auðvitað að vera til staðar til þess að svona lagað gangi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2007 18:12 #2 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:belgingur.is
Mjög fróðlegur fyrirlestur hjá Haraldi, hlakka til næsta viðburðar hjá ungliða og fræðslunefndinni en þá kemur mjög reyndur björgunarsveitarmaður og fjallar um ofkælingu, öryggismál og bjarganir á sjó. Mikill kraftur í þessari nefnd!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2007 15:35 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:belgingur.is
Það var alveg gullsígildi að fá þennan fróðleik .
Haraldur skýrði fræðin að baki Belgings.is mjög vel.
Að átta sig á áhrifum fjalla á vind og hvernig hegðunin er og skýjamyndun þar sem sterkur vindur myndast undir og skellir sér niður til yfirborðs (jarðar ,sjávar )fyrivaralítið og með dúndurkrafti, er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa í huga svona svo dæmi séu tekin.
Fundurinn var því stórt innlegg í okkar öryggismál.
Þakka Haraldi veðurfræðingi kærlega fyrir fræðsluna og þeim sem stóðu að þessum fundi kayakklúbbsins

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2007 13:02 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:belgingur.is
Satt mælir þú Palli. Þetta var fróðlegt hjá honum Haraldi. Og svo lofaði hann okkur líka betra veðri á næstu áratugum.B) En grínlaust þá er veðrið mikilvægasti þátturinn í kayaksportinu sem við höfum ekki stjórn á sjálf svo að allar upplýsingar eru gulls ígildi.
Þakka kærlega fyrir framtakið.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2007 05:15 #5 by palli
belgingur.is was created by palli
Fyrirlesturinn hjá Haraldi í kvöld var þrælskemmtilegur. Greinilega mjög gott starf sem þeir eru að vinna á belgingur.is og betravedur.is við þröngan kost. Það kom í ljós að Borgin vill ekki leggja litlar 5 millj. á ári til að gera spárnar mun nákvæmari, þ.e. mælipunkta með 1km upplausn í stað 3km eins og þetta er núna. Í slíkri spá yrði líka mun meira tillit tekið til landfræðilegra þátta eins og skjóls af fjöllum o.þ.h.
Fín mæting var, 30 manns og mér heyrðist almennt að þetta hafi þótt fróðlegt og skemmtilegt.
Haraldur vildi ekki taka við neinni greiðslu fyrir þetta en hefði ekki á móti því ef hægt væri að beita einhverjum þrýstingi, t.d. á Borgina, og benda á hve mikilvægur vefur sem þessi er kayakmönnum. Það þarf til dæmis ekki að fjölyrða um það hve miklu það getur skipt að maður viti nokkurn veginn hvenær hvessir á sjó ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum