Félagsr 28. 5

26 jún 2009 07:49 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsr 25. 6.
Sjö bátar á sjó að þessu sinni. Róið var í ládeyðu í Þerney, þaðan í Lundey og loks í Engey. Ekki varð hjá því komist að róa heim líka og því urðu þetta rúmir 20 km og kvittað fyrir þá í gulu síðuna. Glæsilegt sólsetur fylgdi hópnum heim á leið og vonandi verður félagi vor Gísli Friðgeirs nú slíkrar fegurðar og kyrrðar aðnjótandi á næstu leggjum eftir norðanþræsinginn að undanförnu. Ef Skagafjörðurinn svíkur kallinn um gott sólsetur, þá er ég illa svikinn. Nóg um það. Þessir réru:
Hörður K.
Eymi
Gummi B
Gummi Björgvins
Sveinn Axel
Magnús Magnúss.
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2009 07:21 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróð 11. júní
Sextán manns réru á þessu ágæta kvöldi. Vestangola og svolítil alda. Fórum í Lundey og tókum kaffipásu. Síðan var lensað virðulega til baka með Þerneyjarkrækju. Að öðru leyti var mikill æfingahugur í fólki að þessu sinni. M.a. fór Lárus sína fyrstu handveltu í sjó og til hamingju með það og var komið í land kl. 23. Þessir réru:
Maggi SIg
Magnús Mag
Sigurjón Sig
Þórsteinn
Sveinn Ax
Hildur
Hannes
Stefán
Þóra
Hörður
Gunnar
Lárus
Ólafía
Nýi félaginn okkar, man nafnið næst
Gummi Björgv.
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2009 07:28 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 4. júní
24 kayakar voru á sjó frá Geldinganesinu í kvöld, 19 í félagsróðri og 5 á fiskveiðum.

Í félagsróðrinum var róinn Viðeyjarhringur rangsælis með löngu kaffistoppi á hefðbundnum stað. Rétt fyrir kaffi voru teknar félagabjarganir og veltur. Þóra tók m.a. sína fyrstu veltu í sjó, til lukku með það.

Setti inn nokkrar myndir á vefinn sem er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20090604FelagsroUr#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2009 06:08 #4 by gsk
Replied by gsk on topic Re:Félagsr 28. 5
Mér fannst félagi okkar, Hilmar, standa sig með prýði miðað við að eftir fyrstu veltu þá fylltist aftasta hólfið hjá honum af sjó og var hann því að veltast með þetta restina af ferðinni.

Smá áminning til okkar að mun að yfirfara búnaðinn áður en við leggjum í hann.

Sammála að ferðin hafi verið róleg, en fimmtudagarnir eru jú félagaróðrar opnir öllum. Og að sjálfsögðu haga ferðum í samræmi við aðstæður.

GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2009 05:48 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Félagsr 28. 5
Þetta var fínn róður, en verst hvað það teygðist úr honum. Strákarnir fengu að æfa félagabjörgun og fleira á meðan við Ingi og fleiri fórum í fuglaskoðun á meðan beðið var. Það sem olli vandræðum nýliðans var leiðinda frákasts alda við austur enda Viðeyjar. Það mætti kanski hafa í huga að fara bara í kringum Geldinganesið ef aðstæður eru svona leiðilegar eins og þær voru í gær. Það gæti virkað fælandi fyrir sportið ef menn lenda í svona volki í einni af sínum fyrstu ferðum. Við meigum nefnilega ekki ofbjóða nýliðunum í þessum félagsróðrum, þó svo að við höfum fulla stjórn á aðstæðum þá upplifa nýliðarnir þetta á allt annan hátt. Ég synti reyndar stöðugt í minni fyrstu ferð niður Hvítá en ég er örugglega einsdæmi um þá sem koma aftur eftir slíka upplifun.
Þannig að mín speki er að fara frekar styttra og þægilegra í félagsróðrunum ef um algera nýliða er að ræða, Viðeyjarhringur í 4-5 vindstigum er svolítið mikið fyrir nýliða finst mér persónulega. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2009 02:24 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Félagsr 28. 5
Ég tek heilshugar undir þessa tillögu hjá þér Örlygur. Ég mun mæta. Það vill svo til að mér er í bernskuminni sú sjón að sjá til Skeena á strandstað þarna á vesturoddanum á Viðey. Ég átti þá heima á Rauðarárstíg 11 (ásamt Gísla H.F. sem þá var ómálga barn) og ég gat því fylgst með skipinu þarna í nokkra mánuði. Tundurspillirinn var síðan dreginn ínn í Elliðaárvog og lagt í fjörunni á Gelgjutanga. Og þar héldu kynni mín af Skeena áfram, því ég flutti skömmu síðar inní Skipasund í Kleppsholtinu. Og þá komumst við krakkarnir þarna í það ævintýri að hafa Skeena fyrir leiksvæði, sem að vísu var stranglega bannað. Ásamt Skeena lá þarna einnig hálft stórskip sem skotð hafði verið í sundur í stríðinu- annar helmingurinn sökk en framhlutinn lá þarna. Og 1951-52 voru bæði þessi skip fjarlægð og átti flytja þau til Bretlands í brotajárn. Skeena var bútuð niður inn við Gufunes og sett um borð í það hálfa og síðan var lagt á hafið. Allt heila draslið sökk á leiðinni ,í hafi. Þessi urðu endalok Skeena.... En minnumst þessa atburðar... það fellur vel að okkar sjóferðum þarna um...

Tundurspillirinn Skeena

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/05/30 10:15
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2009 00:28 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Félagsr 28. 5
Ekki sá ég neitt slíkt - en það er rétt að Skeena slysið var gríðarstór atburður. 15 fórust en 198 björguðust. Það var Einar Sigurðsson skipstjóri sem stjórnaði björguninni, fæddur 1906. Minningarskjöldur er í Viðey um þessa stærstu línubjörgun í íslenskri sjóbjörgunarsögu. Afrek Einars er einstakt. Skeena var flaggskip kanadíska flotans og ekkert mátti fréttast af björguninni vegna hernaðarhagsmuna.


Í ár eru 65 ár liðin frá þessu atviki. Ég geri það að tillögu minni að gott sumarkvöld í júlí verði félagsróður helgaður sögunni, róið í rólegheitum í Viðey, minningarskjöldurinn skoðaður og sagan rifjuð upp og tekin góð kaffipása. Og þetta verði auglýst sérstaklega sem þema viðkomandi félagsróðurs.

Spáum í þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2009 22:08 #8 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Félagsr 28. 5
Já ,það er fyrsta vers þeirra sem leggja á hafið - að tryggja sjóhæfni skipsins. Opnar lestarlúgur eru bannfærðar með öllu. En af því þú fórst svona djúpt í þetta vesen þarna Örlygur, þá er ég með eina spurningu :
Þegar tundurspillirinn Skeena strandaði þarna á Vesturey Viðeyjar á stríðsárunum- þá þurftu þeir að henda miklu magni af djúpsprengjum fyrir borð- rétt fyrir strandið. Þær liggja rólegar þarna á mararbotni - en eru samt virkar , að talið er. Sástu einhverja þeirra ?:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/05/29 23:07

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2009 21:14 #9 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsr 28. 5
Fimmtudagsróður í SA fræsing við austurenda Viðeyjar en óvenjulega hásjávað og skemmtilegt að róa nánast uppí fýlshreiðrunum í fuglabjörgum Viðeyjar.
Mér fannst heldur seint komið í land og spurning hvort menn eru tilbúnir að fara aðeins fyrr í svona kveldróður?
kk.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2009 20:33 #10 by Orsi
Félagsr 28. 5 was created by Orsi
Það voru ellefu manns í Viðeyjarróðri gærdagsins. Sveinn Axel var sá aðili sem fékk nóg að gera í félagabjörgunum. Fyrst var það nýliðinn Hilmar sem hvolfdi og síðan þurfti SAS að bjarga mér síðar í ferðinni. Ég lenti í próblemi við Vestureyna, þegar Rockhopping tilþrif enduðu snautlega. Í miðjum klíðum kom í ljós að aftari lestarlúgan var laus og báturinn kjaftfylltist af sjó - og bara sökk. Stefnið fór upp í loft og báturinn snéri lóðrétt. Ég horfði til himins og tók lyftuna niður í kjallara. Þarna var ég orðinn síðastur í hópnum en tókst að vekja athygli félaganna og SAS snéri við til bjargar. Þarna var ég orðinn gífurlega þrekaður og kaldur...og varði síðustu hitaeiningunum úr heimabakaða kúmenhorninu hans Þórsteins í að halda mér á lífi. Aðeins mátti hársbreidd muna að ég hyrfi niður í Hadesarheima. Í sjónhendingu sá fyrir mér Moggann: \&quot;Ræðari barðist hetjulega fyrir lífí sínu\&quot; þó líklegra væri \&quot;Auli gleymdi að loka lúgu í kaffistoppi\&quot;. Nóg um það, þetta var dillandi góður róður og þessir réru:
Gísli K
Hlimar
Sigurjón
Orsi
Valdi
Þórsteinn
Ingi
Magnús Magnúss.
Gummi Björgv.
SAS
Palli R.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2009/05/29 13:49

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum