Hvítá frá Brúarhlöðum á morgun Hvítasunnudag

01 jún 2009 03:10 #1 by Gummi
Mættum 6 ræðarar og tókum eina bunu niður Hvítá frá Brúarhlöðum. Stelpan hans Bjössa var að fara í fyrsta skipti en aðrir voru bara að bæta í reynslubankann.
Sól og gott veður, áin pínu köld ennþá en það herðir bara nýliðana.
Þessir mættu: Gummi, Bjössi, Gestur (eftir 5 ára hlé), Tumi, Birkir og Helen.
Fréttum síðan af tveim við æfingar í leikfangalandi

Nú er bara Galtalækur framundan eða hvað ????

B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2009 03:32 #2 by Gummi
Ég er að spá í að fara með strákana mína í róður frá Brúarhlöðum á morgun. Það er ekki komin brottfarartími á þetta en ég mundi giska á að klukkan 11 á Olís við Rauðavatn sé nokkuð nærri lagi. Það er öllum velkomið að slást í hópinn og nú þegar hafa þrír lýst yfir áhuga á að koma með. Ég get ekki útvegað báta eða búnað, aðeins leiðsögn niður ánna.
Þeir sem hafa áhuga á að koma með geta bjallað í mig fram eftir kvöldi (til 10) og í fyrramálið eftir kl 9.

Kv. Gummi
S: 899-7516<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2009/05/30 20:35

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum