Nú um helgina verður haldin hátíð hafsins við Reykjavíkurhöfn. Kayakklúbburinn ætlar að hafa kynningu á starfsemi klúbbsins og reyna að vera áberandi þar. Undirritaður verður á staðnum á laugardeginum með bát og einhvern búnað en ég vonast til að sjá sem flesta mæta með græjurnar til að sýna gestum og gangandi eða til að bleyta í og jafnvel vera með hópróður um höfnina. Ég sendi nánari upplýsingar um staðsetningu síðar. Síminn hjá mér er 6150507.