Orginal Grænlenskir Kayakar:

03 mar 2007 16:33 #1 by Steini í hólminum
Replied by Steini í hólminum on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
Fyrir þá sem ekki vilja fest kaup á svona stykki að óreyndu þá er hægt að taka tveggja vikna ferð um Cape Farewell svæðið með Baldvini og undirrituðum næsta haust á þessari hönnun kayaka.B)

Hægt er að skoða það sem í boði er hér:

seakayakiceland.com/index.php?option=com...;id=43&Itemid=71

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2007 04:52 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
Þessi kayak sem ég var að vitna til var á sýningu í Norðurbryggjuhúsinu okkar í Kaupmannahöfn,
alveg fullbúinn öllu sem þurfti til veiða.
Ég var alveg agndofa frammi fyrir þeirri snilld sem var samankomin á dekkinu á þesum kayak...til veiða alveg ótrúlegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2007 03:03 #3 by Halli.
Ingi þú bara verður að fá tuilik sendan með bátnum til að fullkomna þetta og vera alveg orginal! það væru hálfgerð helgispjöll að róa svona kostagrip í einhverjum nýmóðins nælonstakki með neoprenesvuntu. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2007 02:28 #4 by Orsi
Þessir bátar með þrönga mannopinu, eru víst enn framleiddir á nútímabátum undir heitinu \"Ocean cokcpit\". Þessi þröngu op eru ekki beinlínis notendavæn eða aðlaðandi fyrir meginþorra ræðara - en höfða víst til sumra skv. Veraldarvefnum. Ef manni hvolfir er aðeins ein leið að príla uppí aftur og það er að troða sér inn bátinn í neðansjávar og vippa sér upp á veltunni. Með fullan bát af sjó er þetta ekki áhlaupaverk en samt ekkert sem 2-3 laugaræfingar geta ekki reddað. Ef félagi er með hvolfaranum fer bara félagabjörgun fram með venjulegum hætti og tæki ögn lengri tíma eðli málsins samkvæmt. Ég á í ástar/haturssambandi við þessi litlu mannop. Í róðrinum sjálfum er þetta það langskemmtilegasta sem ég hef kynnst, en öðru máli gegnir þegar kemur að því að fara úr og í bát. Maður þarf að leggjast alveg á afturdekk bátsins á meðan maður togar neðri helming líkamans út úr púpunni. Við þetta er maður svo gott sem varnarlaus gagnvart því að leggjast á hliðina með tilheyrandi andlitsbaði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2007 02:09 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
Það er einn í þjóðarbókhlöðunni,niðri í kjallara og öllum til sýnis. Ég er búinn að láta mig dreyma um að smíða svona bát í mörg ár, en þetta er algjör snilld að fá hann gerðan í Grænlandi af spesjalista. (þúsund þakkir Halldór).
Árni Johnsen á einn og bauð mér að prófa en ég komst ekki í hann þar sem hann var svo þröngur. Spessi ljósmyndari tók smá sessíon á honum og þá sá ég hvernig meistarastykki þetta er.
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2007 01:17 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
Ég hef séð eitt flott eintak af Grænlenskum kayak ,fullbúnum til veiða---algjört meistarastykki. Mannopið fannst mér þröngt það virtist eiga að smellpassa um skrokkinn, þannig að veltan þarf að vera 110 % á hreinu --alltaf. Síðan virtist sem engin svunta væri notuð..heldur faldurinn á lýsisbornum selskinnsstakknum reirður utanum mannopið ??
Hvernig er það hjá þér Ingi færðu stakkinn með kayaknum ? og ögn af lýsi með til viðhalds ?
En svona án gamans , það verður spennandi að sjá þig með vorinu á þessum kostagrip þa´passar þetta allt saman árin þú og kayakinn...til hamingju

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 mar 2007 00:53 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
ja kannski flytja til Grænlands?
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2007 22:46 #8 by Orsi
Ingi, þú verður orðinn svakalegur í vor með grænlandsárina og síðan bátinn.

Hvað næst skutull?

Ekki skutla oss á milli herðablaðanna:pinch:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2007 22:35 #9 by Halli.
Rosalega líst mér vel á þetta Ingi, hlakka til að sjá gripinn! Alltaf gaman þegar menn eru að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2007 16:18 #10 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
Ég slæ til. Pantaðu fyrir mig 1 stk.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2007 14:55 #11 by Halldor
Replied by Halldor on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
Halló
Baldvin var að senda mér póst um að verðið sé 15.000 DDk og þá til Íslands komið. Þannig að það er svolítið annað en sagði að ofan.
Einnig er möguleiki að lækka verðið um 2.000 DDk ef einhverjir fleiri panta núna og það fljótt.
Afgreiðslutími: Fyrir vorið.
Bátasmiðurinn er sá besti á Grænlandi, og báturinn er smíðaður þar.
Kveðja
Halldór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2007 12:39 #12 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Orginal Grænlenskir Kayakar:
ég er mjög forvitinn um þetta Halldór. Eru þessir bátar þá gerðir í Grænlandi og efni og aðferð upprunaleg? Hvað erum við að tala um langan afgreiðslutíma?
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2007 21:35 #13 by Halldór
Orginal Grænlenskir Kayakar: was created by Halldór
Sælir aftur félagar.
Mig langar að vekja athygli á þessari heimasíðu:
www.arcticsherpas.com/greenland_kayaks_introduction.html
Ég pantaði mér einn.
Ef fleiri panta þá kostar minna pr/bát að flytja hann hingað.
Nánari upplýsingar gefur
Baldvin Kristjánsson [baldvin@arcticsherpas.com]
Verðið er ca 15.000 DDk. án flutnings.
Já, sportið er alltaf að batna....
Kveðja
Halldór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum