Bráð ehf hefur fest kaup á rekstri Sportbúðar Títan, Krókhálsi 5G, Reykjavík.
Bráð ehf. á og rekur fyrir verslanirnar Veiðihornið að Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík.
Samhliða kaupunum verða verslanirnar 3 endurskilgreindar samkvæmt hér að neðan. Breytingum verður lokið nú á vormánuðum. Verslununum verður ekki lokað á meðan breytingum stendur.
Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5
Allar götur síðan 1940 hefur verið starfrækt sportveiðiverslun í hjarta borgarinnar, lengst af undir nafni Veiðimannsins og má segja að Veiðimaðurinn skipi stóran sess í verslunarsögu Reykjavíkur og þá sérstaklega miðborgarinnar.
Veiðihornið Hafnarstræti 5 verður nú á ný Veiðimaðurinn. Í Veiðimanninum Hafnarstræti 5 verður lögð sérstök áhersla á vandaðri veiðibúnað og fatnað fyrir stangaveiðimenn en einnig úrval af vönduðum útivistarfatnaði, m.a. frá Beretta á Ítalíu.
Veiðihornið Síðumúla 8
Veiðihornið er, þrátt fyrir ungan aldur, löngu orðið þekkt fyrir mikið úrval af veiðibúnaði í öllum verðflokkum fyrir stanga- og skotveiðimenn. Veiðihornið Síðumúla 8 mun halda áfram á sömu braut. Allnokkrar breytingar verða þó gerðar á Veiðihorninu í formi útlits og vöruframsetningar en í versluninni verður meðal annars settur upp stærsti flugubar landsins og þó víðar væri leitað og einnig útbúið sérstakt byssuherbergi (\"gun room\") líkt og sést í stærri og vandaðri Bandarískum skotveiðibúðum. Persónuleg þjónusta reyndra veiðimanna verður í fyrirrúmi.
Sportbúðin Krókhálsi 5
Sportbúðin verður stór og mikil sportveiðibúð með útivistarívafi. Til þessa hefur Sportbúðin boðið úrval af vörum fyrir skotveiðimenn og kayakfólk. Úrval í þessum vöruflokkum verður stóraukið auk þess sem mikið úrval af búnaði fyrir stangaveiðimenn verður einnig á boðstólum og gott úrval af útivistarfatnaði og búnaði.
Bara las þetta í dag og langaði að uppfræða ykkur um þetta
Kv. Gummi