Sælir félagar.
Ég þakka heimsóknina á Álftanes til okkar Sviðafélaga í gær, en 9 frískir ræðarar mættu til leiks.
Veðrið var fyrirtaks kajakveður, en ekki nógu gott til að lognræðarar létu sjá sig.
Úrslit.
1. Ólafur B. Einarsson
2. Haraldur Njálsson
3. Hilmar Erlingsson
Bessastaðabikar í ár var án þátttöku forseta enda Bessastaðabóndinn ekki staddur á landinu í gær.
Ólafur forseti hefur afhent verðlaun í fyrri keppnum, en keppnin var á lágstemmdari nótum en áður enda allir hálflaskaðir á sálinni síðan hrunið varð í okt. sl.
Að lokinni keppni áttum við nokkur notalega stund í elhúsinu okkar Guðrúnar og lofuðum daginn, sumarið og alla órónu róðrana sem við eigum fyrir höndum (árum) í ár.
Nánari útlistun á keppendum og úrslitum verður sett á vefinn innan skamms, ásamt myndum.
Kajakkveðjur Tryggvi Tryggvason _ formaður Sviða