félagsróður 2 /7

25 júl 2009 07:30 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re:félagsróður 23 /7
Her er smá sýnishorn, 3 mín af ca 30 mínútum.
picasaweb.google.com/lh/photo/0ZIyHT1vEj...lNoA?feat=directlink

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2009 19:34 #2 by eymi
Replied by eymi on topic Re:félagsróður 23 /7
Hörkuskemmtilegur róður, góð alda og allt... en ég bíð spenntur eftir myndum frá SAS :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2009 07:36 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:félagsróður 23 /7
13 bátar á sjó í þessum róðri. NV kaldi og myndarleg alda á sundunum. Við rérum í Lundey í bráðskemmtilegu pusi og þaðan í Viðey á góðu lensi. Það sáust hörkufínar rokur hjá mönnum og þetta var hinn hressilegasti róður. En þegar í land kom við Geldinganesið var óvæntur gestur mættur á svæðið, sjálfur Gísli kayakræðari sem er í smáfríi frá hringróðrinum. Það var mikill heiður að hann skyldi líta við og spjalla svolítið við mannskapinn. Ekki má síðan gleyma öðrum hringfara, Jesper Tilstad sem réri í kvöld en fyrr um daginn hélt hann erindi og myndasýningu um Færeyjaróður í fyrra. Semsagt sögulegur dagur til sjós og lands.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2009 07:06 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:félagsróður 9 /7
Það voru 15 bátar á sjó í þessum félagsróðri. Tveir nýliðar og veri þeir velkomnir. Róðrarstjóri var Gunnar Ingi og var farinn Viðeyjarhringur með kaffistoppi á Eiðinu. Fallegt sólsetur og hitabylgja. Fuglalíf allgott. Sjólagið var rólegt með eindæmum. Ágætis róður með æfingabragði þeirra sem það kusu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2009 19:40 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Re:félagsróður 2 /7
Fyrir áhugasama þá er heimasíða kayakklúbbs dananna www.kajakklubben-krogen.dk/

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2009 07:23 #6 by Larus
félagsróður 2 /7 was created by Larus
16 bátar fóru á sjó, vestangola og alda voru aðeins að hrella okkur á milli Geldinganess og Viðeyjar, smá sundæfinagar á þeim legg. Hluti fór yfir á eyðið að norðanverðu og hinkraði eftir þeim sem fóru útfyrir eyju. Hinar sívinsælu björgunar og veltuæfingar voru teknar fyrir kaffistoppið, allmargir náðu að bleyta hárið aðeins. Blandaður hópur af vönum og minna vönum ræðurum i bland við 3 danska, þaulvana gesti frá vinaklúbbnum i Helsingör.
kv lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum