Farinn frá Norðfirði

14 júl 2009 18:25 #1 by Ari Ben
Gísli lagði af stað frá Norðfirði kl 8 í morgun. Þegar þetta er skrifað er hann kominn suður með Síðu og nálgast Sandvík.

Ágætisspá er fyrir daginn, þó ekki hrein norðanátt, meira vestanstæður þannig að ekki er vindurinn beint í bakið og hugsanlega einhver vindur af landi.

Gísli stefnir á að ná til Helgu og Ingólfs á Breiðdalsvík í kvöld þar sem hann á heimboð. Skildist á Ingólfi að hann ætlaði að fylgjast með ferðum hans og jafnvel freista þess að taka síðasta legginn með honum á Breiðdalsvík. Langur dagur framundan ef hann ætlar að ná alla leið á Breiðdalsvík.

Hann er kominn með hugann við Suðurströndina og búinn að hreinsa allt af dekkinu hjá sér þannig að ekkert er fyrir þar í hugsanlegum brimlendingum. Gaman að fá Gísla í heimsókn, fá að róa með honum og heyra af ferðinni.
Gísli á leið út Norðfjörðinn í morgun, með Barðsnes í forgrunni

Post edited by: Ari Ben, at: 2009/07/14 11:27<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2009/07/14 11:30
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum