Vestari- Héraðsvötn- vatnagleði

29 júl 2009 04:29 #1 by Heida
hææææ
þetta var þrusu helgi,
Fórum niður austari á lau, 7 á raft og 6 á kayak(Halli, kalli, raggi, eiki, keli og kjartan). Róðurinn gekk vel hjá kauðunum aðeins eitt sund. Við egill létum svo plata okkur í vestari seinnipartinn. Grillið og tjillið fór friðsamlega fram og var afarskemmtilegt að hitta sjókappana og norðanfólkið jóhann, kidda frú og börn.
Vorum þrjú sem stefndum á hrúteyjarkvísla á sun, en sú spræna er víst ekki á lífi þessa dagana. Svo halli og kalli réru garðsánna og höfðu gaman af meðan ég kleip í kletta í munkanum.

...hvað er planið á liðinu, ætlar einhver að róa um helgina?


kv Heiða

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2009 01:02 #2 by Sævar H.
Já við hittum straumfólkið á tjaldstæðinu á Bakkaflöt -
seint um kvöldið. Þau létu vel yfir sér. Heiða fór í
rafting en Halli Njáls notaði kayakinn - og fór aldrei
úr kayaknum allaleiðina- honum leiðist sund í svona
beljanda... Því miður er ég ekki kunnur hinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2009 00:38 #3 by Jói Kojak
Gaman að þessu, Sævar. En hvernig er með straumendurnar? Hvernig gekk þeim?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 júl 2009 04:36 #4 by Sævar H.
26.júlí 2009

Á róðri um Húseyjarkvísl- að Vestari Héraðsvötnum


Við vorum ekki mörg sem lögðum til atlögu við Vestari
Hérðasvötn á Vatnagleðinni sem haldin var í
Skagafirði helgina 24-26 júlí.

Við vorum þrjú sem rérum : Reynir Tómas , Ásta
dóttir hans og undirritaður.

Veður var hið besta .
Við lögðum upp frá Húseyjarkvísl skammt norðan
Vindheima.

Húseyjarkvísl er um 18 km róðraleggur að Vestari
Héraðsvötnum- fremur straumlítil á en kræklótt mjög.

Mikið hestastóð er í Skagafirðinum og vakti þessi
för okkar mikla athygli hestanna – einkum með
Húseyjarkvísl. Þeir röðuðu sér tugum saman á
bakkana þar sem við fórum hjá – með sperrt eyru og
undrandi augu.
Ekki voru aðrir áhorfendur að för okkar utan tveggja
veiðimanna við ármót Vestari –Héraðvatna-fögnuður
þeirra var öllu minni en hestanna.

Og þegar í Vestari Héraðsvötnin er komið hófst hinn
vandasamasti róður. Við strönduðumj fljótt
á grynningum – en ótölulegur fjöldi grynninga og
sandrifja er í Héraðsvötnunum.

Það er hið mesta basl að lenda í strandi á þessum
gynningum . Þær voru lýtt sýnilegar , yfirleitt.
Kúnstin mikla var að lesa í fljótið- hvar voru
álarnir ?
Við héldum að straumur væri meiri í Héraðsvötnunum en
raunin varð.
Meðal róðrarhraði okkar var um og innan við 7 km/klst
og stíft róið.

Allt mjakaðist þetta hjá okkur í eltingarleik við
straumálana góðu og puðið við að losa sig úr
strandfestum.

Og að loknum tæplega 30 km róðri um þessi miklu
vatnaflæmi náðum við til ósa Vestari Héraðvatna.

Þar beið Steinunn kona Reynis og móðir Ástu okkar
ásamt tveim börnum Ástu- með bílinn.
En hún hafði ekkert séð til okkar í þær 5
klst sem þessi mikla Vatnagleði okkar í Vestari
Héraðsvötnum tók okkur og var því orðin nokkuð
uggandi.
Háfjara var við ósinn þegar við náðum þangað og því
nokkurt labb með bátana um eyrar,sandbleytur og
ála...
Afarvel heppnuð og ánægjuleg ferð um Vestari
Héraðsvötnin.. Vatnagleði...

Mæli með svona ferð...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/07/27 00:06
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum