Þingvallavatn í lok sept. '09

29 sep 2009 04:24 #1 by denni
Replied by denni on topic Re:Þingvallavatn - frásögn
Það er svo makalaust þægilegt þegar smávægilegir hlutir fara úrskeiðis við svona þægilegar sundlaugaraðstæður þannig að maður bara lærir af þeim og veit vonandi betur þegar virkilega þarf á að halda.
Mér fannst eftirtektarvert hvað vatnið var tært og sá mest eftir að hafa ekki tekið fleiri myndir í kafi verandi loksins með vatnshelda vél og svona flott útsýni. Þannig slóu þessar aðstæður sundlauginni alveg við.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2009 02:19 #2 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Gísli og til hamingju með að hafa komist heil til lands úr þessu ævintýri. Það hefur verið svolítið kindugt að sjá fararstjórann tjóðraðan milli tveggja báta á langlínuna í hífandi roki og öldupusi...á landróðrinum. Og gott að heyra að félagabjörgun tókst vel.
Já - við völdum lognið og bíðuna í fyrri ferðir og júnímánuð...þegar dagur er lengstur og allt í blóma...

bestu kveðjur, Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2009 01:02 #3 by Gíslihf
Þegar stórt er spurt kann sumum að vefjast tunga um framtönn. Það helsta sem fór úrskeiðis var:

1. Göngustafurinn sem sést á myndinn var ekki með núna
2. Blíðan sem sést á myndinni var ekki með núna
3. Róið var á lensi frá Klumbu að Heiðarbæjarhólma
4. Róið beint að Arnarkletti en ekki Þorsteinsvík - það var í lagi því að Þorsteinn var með okkur
5. Ekki var farið utan við Klumbu því að fyrsti dráttarbáturinn fór gegnum hellinn og hinir á eftir
6. Þetta var ekki róleg náttúruskoðunarferð heldur skemmtileg enda skemmtilegt fólk með í för
7. Við höfum ekki fylgst það vel með síðustu 2000 árin að sprengigígurinn kom þægilega á óvart þar sem hægt var að liggja í blíðunni í 10 m/s að vesta.

Að öðru leyti fór ekkert úrskeiðis og allt skv. áætlun.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2009 18:00 #4 by Sævar H.
Klúbbferð á Þingvallavatn árið 2006


Hér er ferðalýsing úr dagskrá klúbbsins:
Róið verður frá Hestvíkinni og um hellana í Klumbu. Þaðan verður haldið að Nesjaey og róið með henni. Því næst verður róið í Sandey og áð þar. Gengið á hátind eyjarinnar og mikilfenglegt umhverfi Þingvallavatns og stórbrotinn fjallahringurinn greindur. Því næst verður róið að Þorsteinsvík og þaðan með Stapa í Stapavík. Að lokum verður róið utan við Klumbu og inn Hestvíkina – þar sem bílarnir bíða okkar. Þetta verður róleg og innihaldsrík náttúruskoðunarferð á kayak.

Og ferðasaga er þessi :
Það voru 6 ræðarar sem \"sjósettu\" báta sína og reru út í Sandey í morgun: GHF, Jóhanna, Sigurður, Valdimar, Þorbergur og Þorsteinn.

Þetta voru einn vanur og 5 minna vanir ræðarar, þannig að ég skipaði sjálfan mig sem róðrarstjóra, setti Valdimar fremstan, var sjálfur aftastur með yfirsýn og fékk að æfa mig í hópstjórn, félagabjörgun og drætti.
Þannig var nú útfærslan á öryggisstefnunni í þetta sinn.
Það var fínt að sitja í þessum 2000 ára sprengingíg í skjóli undir trjám og ræða málin.

Talsvert pus var móti vindi á leiðinni til baka.
Við komum aftur í land um kl. 15.

Hvað fór úrskeiðis frá góðri ferðaáætlun ?<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/09/28 11:06
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2009 16:17 #5 by Gíslihf
Oft má satt kyrrt liggja Örlygur \&quot;sagði amma mín\&quot; eins og Davíð segir.
Toglínan var notuð á heimleiðinni þegar Jóhönnu brást áralagið, ekki vegna kraftleysis, heldur að hennar sögn þegar \&quot;sjólagið\&quot; varð verra en hún hafði áður kynnst.

Við stuttfund og liðskönnun (e: briefing) á strönd í upphafi ferðar fékk ég staðfest að Þorsteinn var væddur dráttarlínu. Þegar ég tók að lýjast kallaði ég hann því til og fékk hann til að húkka í minn bát þannig að þetta varð þá að lokum raðdráttur (er það ekki rétt þýðing á enska fagorðinu tandem eða double I í staðinn fyrir parallel eða V-tow).
Ef við lesum um þetta á síðunni:
atlantickayaktours.com/pages/expertcente...owing-Skills-4.shtml
- má sjá að þetta mátti ég ekki gera, ég sem var ábyrgur var nefnilega orðinn fastur milli fyrri dráttarmanns og þess dregna og því hefði fremur átt að velja samsíða dráttinn.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2009 06:06 #6 by denni
Replied by denni on topic Re:Þingvallavatn - frásögn
Myndir frá Þingvallavatni eru komnar á netið: picasaweb.google.com/maridenorama/Ingvallavatn_kajak#
Það er með stunguna þá gerðist þetta nú bara snöggt í hliðarvindi. Ég var eitthvað búin að vera að æfa áratæknina. Það er bara alveg skuggalegt hvað maður er fljótur að týna niður því sem maður er nýbúin að læra. En þetta kemur allt með æfingunni. Þetta var frábær dagur takk fyrir mig. Þorsteinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2009 05:26 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Þingvallavatn - frásögn
Hurðu góði, þú sleppur ekki svona auðveldlega..

Hvernig var aðdragandinn að hvolfuninni, og hvernig var dráttarvinnan?


Hvað gerðist?

Hversvegna?

Lesendur þínir eru kröfuharðari en svo að við gúterum svona stuttaralega frásögn.

KET Á BEINIÐ TAKK!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2009 03:36 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Þingvallavatn - frásögn
Það voru 6 ræðarar sem \&quot;sjósettu\&quot; báta sína og reru út í Sandey í morgun: GHF, Jóhanna, Sigurður, Valdimar, Þorbergur og Þorsteinn.

Þetta voru einn vanur og 5 minna vanir ræðarar, þannig að ég skipaði sjálfan mig sem róðrarstjóra, setti Valdimar fremstan, var sjálfur aftastur með yfirsýn og fékk að æfa mig í hópstjórn, félagabjörgun og drætti.
Þannig var nú útfærslan á öryggisstefnunni í þetta sinn.
Það var fínt að sitja í þessum 2000 ára sprengingíg í skjóli undir trjám og ræða málin.

Talsvert pus var móti vindi á leiðinni til baka.

Við komum aftur í land um kl. 15.

KV. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2009 04:30 #9 by Gíslihf
Takk fyrir þessa ábendingu.
Hestvíkin og Sandey eru reyndar NA við Hengilinn og spáin er hrein vestanátt. Það stendur því vindur af norðurenda Dyrfjalla og Jórukleif - en ég veit eigi að síður að það getur slegið niður vindsveipum.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2009 03:51 #10 by Sævar H.
það er þetta með vindinn. Þegar hann fer yfir fjall eins og Hengilinn frá vestri til austurs þá má gera ráð fyrir verulegri vindaukningu og sviftivindum austanmeginn við Hengilinn.
Þeim megin sem róðrarleiðin um Þingvallavatn mun liggja.
Þetta þekkir þú vel, Gísli, frá róðrinum úr Reykjafirði - Drangavík. Sama var uppi á teningnum undan Rauðasandi að Látrabjargi. Hægur vindur yfir fjöllin breyttist í harða sviftivinda þegar hann kom niður \&quot;hlémeginn\&quot; og skellti sér niður á hafflötinn... eða er það ekki ?
Vildi bara minna á þetta - þannig að menn og konur verði viðbúin...

kveðja

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 sep 2009 01:59 #11 by Gíslihf
Spáin sýnir vind á bilinu 6-10 m/s.
Þingvallavatn er kalt þannig að mikilvægt er að vera vel búinn til höfuðsins til að koma í veg fyrir kuldasjokk í hugsanlegri veltu.

KV. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2009 16:55 #12 by Gíslihf
Við ætlum að hittast í Hestvíkinni kl. 10:00 á sunnudagsmorgni. Það eru um 30 km frá bensínstöðinni við Rauðavatn að vegamótum við Nesjavelli þar sem komið er niður bröttu brekkuna. Frá vegamótunum er ekið um 2 km til norðurs (vinstri) að skilti sem á stendur \&quot;Nesjar\&quot;, þar er farið í áttina að vatninu og eftir um 1,5 km er tekinn afleggjari til vinstri niður með gili eða lækjarfarvegi, aftur afleggjari til hægri og niður í sandfjöru sunnan megin í Hestvíkinni. Þetta er fært fyrir alla bíla.
Ef einhvern vantar flutning eða getur boðið flutning fyrir kayak þá sendið mér vinsamlega póst (gislihf@simnet.is) með gsm númeri og ég reyni að leysa málin. Ég er þegar með beiðni um flutning fyrir einn.

Það lítur út fyrir mótvind á bakaleiðinni sem gæti reynst erfitt fyrir óvana. Ég vil því biðja vana ræðara að gleyma ekki dráttarlínunni til að geta létt undir með óvönum. Við höfum heitt á brúsanum o.fl. til að hlýja okkur með úti í Sandey.

Kveðja, GHF. (gsm 822 0536)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 sep 2009 20:59 #13 by Gíslihf
Þingvallaróðurinn nálgast - n.k. sunnudag 27.9. kl. 10.

Nú er veðurspáin farin að ná til sunnudags, það lítur út fyrir vestanátt, um 7 m/s að vestan um hádegið og er þá að ganga niður, hitastig nálægt 5°C og úrkomulaust.
Sem sagt meðvindur á leiðinni út í Sandey og mótvindur til baka, en þá er vindur að minnka.

Þetta verður að teljast gott haustveður, rétt að vera vel búinn, einnig að geta farið úr sjógalla og í hlý og þurr föt til að vera í Sandey í mat og skoðunarferð.

Hve gömul er Sandey, hvaða dýr lifa í Þingvallavatni, hver var fyrsti landeigandinn ?

Við spáum í eitt og annað - en róðurinn verður eftir reglum öryggisstefnu klúbbsins - og höfð gát á öllum.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 sep 2009 03:05 #14 by Gíslihf
Ferðin út í Sandey á Þingvallavatni nálgast
þ.e. sunnud. 27. sept. n.k. Ég geri ráð fyrir að allir rati frá Reykjavík - Nesjavallaveginn og niður í Hestvíkina en það er um hálftíma akstur frá Rauðavatni. Við skulum hittast í Hestvíkinni kl. 10:00 og gerum ráð fyrir að koma þangað aftur um kaffileytið síðdegis.
Allt fer þetta þó eftir veðri sem enn er ekki vitað um.

Hér er ferðalýsing úr dagskrá klúbbsins:
Róið verður frá Hestvíkinni og um hellana í Klumbu. Þaðan verður haldið að Nesjaey og róið með henni. Því næst verður róið í Sandey og áð þar. Gengið á hátind eyjarinnar og mikilfenglegt umhverfi Þingvallavatns og stórbrotinn fjallahringurinn greindur. Því næst verður róið að Þorsteinsvík og þaðan með Stapa í Stapavík. Að lokum verður róið utan við Klumbu og inn Hestvíkina – þar sem bílarnir bíða okkar. Þetta verður róleg og innihaldsrík náttúruskoðunarferð á kayak.

Umsjón:
Gísli H. Friðgeirsson
gsm 822 0536
gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2009 01:06 #15 by Gíslihf
Það er enn langt í klúbbferðina á Þingvallavatn, en ég vil vekja athygli á því að henni hefur verið seinkað um viku og er nú áætluð sunnud. 27. sept. Ástæðan er áhugavert mót kayakfólks fyrir vestan, fyrirhugaður \&quot;Reykjaneshittingur\&quot; dagana 18.-20. sept.

Þeir sem hafa verið skipulagðir og sett fyrri dagsetningu inn á haustáætlun sína eru beðnir að breyta þessari dagsetningu. Það verður svo minnt á Þingvallaferðina betur þegar nær dregur.

Ef einhver hefur áhuga fyrir að fræðast um Þingvelli í leiðinni þá vil ég benda á að Endurmenntun HÍ er að auglýsa námskeið fyrir almenning núna sbr:
www.endurmenntun.hi.is/Namsframbod/Namsk...anarumnamskeid/32h09


Gísli H. Friðgeirsson
822 056
gislihf@simnet.is

Post edited by: Gíslihf, at: 2009/08/18 18:18

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum