Félagsróður 20. ágúst

22 ágú 2009 04:36 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Félagsróður 20. ágúst
Tja........ ég held nú að ölduhæðin hafi verið nær 5metrum en 3 -)
annars held ég að Páll Reynis eða Gunnar Ingi verði að leggja orð í belg um þessar öldur sem ógnuðu okkur,
þetta virkar ekki alveg trúverðug frásögn hjá mér.

Nöfn ræðara jú það er gaman að reyna að muna þau
Eymundur, Sigurjón og Ari Gautur. Þorsteinn kvikmyndagerðarmaður og Magnús háskólakennari voru þarna, herramaður sem hefur róið nokkra félagsróðra, kann ekki að nefna hann. Svo var þarna Regin Grímsson bátasmiður ásamt bróður sínum þeir réru á opnum veiðikayökum. kv.lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2009 01:56 #2 by Sævar H.
Það er gaman að fá svona fréttir frá félagsróðrunum- takk fyrir það. Eins er forvitnilegt að fá nöfn ræðara.
En það er þetta með ölduhæðina. það er afar ólíklegt að 3 metra ölduhæð vindist upp þarna frá norðri - nema í fárviðri. En vestanáttin getur orðið heilmikill hástökkvari í rismiklum öldum sem og í NV átt. Við sjónmælingar á ölduhæð er ágætt að miða við t.d lofthæð innan íbúða sem er um 2,5 m.... en aðalatriðið er að hafa gaman að þessu... Stefni á róður á fimmtudaginn...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2009 18:56 #3 by Larus
Replied by Larus on topic Re:Félagsróður 20. ágúst
þær voru nú ekki slæmar við eiðið en fyrir utan voru ansi mikil læti - svo voru þær kanski ekki alveg 3 m. en stórar voru þær samt :- ) lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2009 18:19 #4 by Gíslihf
Það hefur verið skemmtilegt, en eitthvað passar ekki alveg:
Ef það var 3ja m alda að norðan og þið lentuð á eiðinu norðanverðu á miðri Viðey, þá hefði ég búist við frásögn af ævintýralegri brimlendingu þar í fjörunni!

Með róðrarkveðju,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2009 15:59 #5 by Larus
11 bátar lögðu af stað frá gámunum áleiðis suður fyrir Viðey, fljótlega á leiðinni til Fjósakletta var orðið ansi hvasst og hluti hópsins stytti túrinn en tóku þess i stað æfingar i víkinni við gámana.
3 bátar, fóru norður með Viðey, þar var mikið norð-vestan rok og 3m öldur. Töldum ekki skynsamlegt að reyna að hringa eyna en tókum lensið inn á eiðið i kaffi og þaðan út aftur og svo lens inn að Fjósaklettum.
Góð æfing fyrir haustrokin. Kv.lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum