Við Steinunn höfum einu sinni að kvöldi til róið um Ytri Flóann svokallaða, þ.m.t. út í Slútnes og ekkert gerðist. Þetta um prinsíp-málin og lagalegu hliðina er auðvitað rétt hjá Gumma.
Í sumar kom ég við í ferða- og umhverfismiðstöðinni í Reykjahlíð og ræddi við þau þar. Sá sem þar var í forsvari er einn landeigenda við Ytri Flóa svæðið og hann sagði mér að a.m.k. einhverjir bænda hefðu skilning á kayakróðri og öðrum hljóðlausum róðri, en vildu ekki hávaðasama vélbáta eða brimbretti, en um þau farartæki er getið í Drögum að umhverfisverndarstefnu fyrir Mývatn, sem Umhverfisstofnun er að vinna að. Klúbburinn hefur lagt fram góðar athugasemdir við þau drög. Það þarf hins vegar að hnykkja enn betur á þeim og árétta hóflegar óskir okkar um að fá að ferðast um vatnið og ána í sátt við landeigendur og veiðimenn eða aðra sem réttmætra hagsmuna eiga að gæta. Landeigendum er ljóst að engin hætta stafar af kayakróðri frekar en róðrarbátum heimamanna, þvert á móti hjálpar það við að halda vargi frá fuglunum, og þeysingur á vélknúnum ökutækjum er ekki góður. Þeirra tillaga (sumra) er að selja á vægu verði leyfi til róðra um vatnið (og ána?) og hafa þannig stjórn á hvenær og hve margir fara og hvar er róið. Mér finnst það nokkuð góð hugmynd m.t.t nýtingar vatnsins og fuglalífsins, og sanngjörn, en lögin eru þarna í vegi, eins og Gummi bendir á. Öllum er frjálst að róa skv. lögunum. Umhverfisstofnun er í Drögunum ekki sérlega vinveitt kayakróðri og með tilvísan í það sem ákveðið var um Þingvallavatn og þjóðgarðshluta þess, þá er þar fordæmi (róður leyfður, en tillit tekið til annarra (veiðimanna og kafara) og umfram allt samráð um aðgerðir.
Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/09/02 22:43<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/09/02 22:45