Mývatn!

04 sep 2009 05:58 #1 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Mývatn!
Sá í dag fyrir tilviljun það gagnmerka fræðirit Séð og heyrt frá því í sumar. Þar var greint frá sundi fjögurra aðila yfir Mývatn og tilbaka, ásamt þrem kayökum og einum mótorbáti sem fylgdu sundfólkinu. það þarf greinilega ekki að hafa miklar áhyggjur af róðri þarna og best að gera eins og Gummi segir.......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2009 05:58 #2 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Mývatn!
Sá í dag fyrir tilviljun það gagnmerka fræðirit Séð og heyrt frá því í sumar. Þar var greint frá sundi fjögurra aðila yfir Mývatn og tilbaka, ásamt þrem kayökum og einum mótorbáti sem fylgdu sundfólkinu. það þarf greinilega ekki að hafa miklar áhyggjur af róðri þarna og best að gera eins og Gummi segir.......

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 sep 2009 05:40 #3 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Mývatn!
Við Steinunn höfum einu sinni að kvöldi til róið um Ytri Flóann svokallaða, þ.m.t. út í Slútnes og ekkert gerðist. Þetta um prinsíp-málin og lagalegu hliðina er auðvitað rétt hjá Gumma.
Í sumar kom ég við í ferða- og umhverfismiðstöðinni í Reykjahlíð og ræddi við þau þar. Sá sem þar var í forsvari er einn landeigenda við Ytri Flóa svæðið og hann sagði mér að a.m.k. einhverjir bænda hefðu skilning á kayakróðri og öðrum hljóðlausum róðri, en vildu ekki hávaðasama vélbáta eða brimbretti, en um þau farartæki er getið í Drögum að umhverfisverndarstefnu fyrir Mývatn, sem Umhverfisstofnun er að vinna að. Klúbburinn hefur lagt fram góðar athugasemdir við þau drög. Það þarf hins vegar að hnykkja enn betur á þeim og árétta hóflegar óskir okkar um að fá að ferðast um vatnið og ána í sátt við landeigendur og veiðimenn eða aðra sem réttmætra hagsmuna eiga að gæta. Landeigendum er ljóst að engin hætta stafar af kayakróðri frekar en róðrarbátum heimamanna, þvert á móti hjálpar það við að halda vargi frá fuglunum, og þeysingur á vélknúnum ökutækjum er ekki góður. Þeirra tillaga (sumra) er að selja á vægu verði leyfi til róðra um vatnið (og ána?) og hafa þannig stjórn á hvenær og hve margir fara og hvar er róið. Mér finnst það nokkuð góð hugmynd m.t.t nýtingar vatnsins og fuglalífsins, og sanngjörn, en lögin eru þarna í vegi, eins og Gummi bendir á. Öllum er frjálst að róa skv. lögunum. Umhverfisstofnun er í Drögunum ekki sérlega vinveitt kayakróðri og með tilvísan í það sem ákveðið var um Þingvallavatn og þjóðgarðshluta þess, þá er þar fordæmi (róður leyfður, en tillit tekið til annarra (veiðimanna og kafara) og umfram allt samráð um aðgerðir.

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/09/02 22:43<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/09/02 22:45

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2009 06:57 #4 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Mývatn!
samkvæmt vatnalögum er öllum frjáls för um ár og vötn, en þeir á Mývatni segja að lífríkið sé í hættu ef menn dýfa borgarbátum í vatnið. Það er víst betra að leigja af þeim báta og mun minni hætta á því að lífríkið verði fyrir skaða ef þú skilur eftir nokkrar spesíur í vasanum hjá þeim fyrir norðan.
Með öðrum orðum skelltu þér bara með bátin út á vatnið og láttu þá siga lögguni á þig því ég efast um að hún láti sjá sig.
Þú gætir líka skellt þér í Detox hjá Jóku Ben í leiðini og farið í bláa lónið þeirra og látið síðan svíða síðustu krónurnar úr þér í kaupfélaginu, en á þeim stað er boðið upp á tvö verð, túristaverð og svo innansveitarverð.

Ef þú hringir aftur í þá þarna á Mývatni til að fá leyfi til að róa spurðu þá endilega um þau íslensku lög og reglur sem banna þér að róa um vatnið, ég efast nefnilega um að þú fáir nokkuð svar af viti frá þeim.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2009 04:28 #5 by magni
Mývatn! was created by magni
Datt í hug að a.t.h. hér hvort einhver hafi róið á Mývatni??
Var svo varkár að hringja þangað fyrir nokkru og spyrja hvort ekki mætti róa þar en því var algerlega hafnað. Hef svo haft spurnir af því að það sé hægt að leigja sér bát á staðnum.
Ef ég man rétt þá var smá mál með að fá að róa á Þingvallavatni. Er bara að velta fyrir mér hver réttur okkar er? Hvenær og hvar er hægt að banna, eða ekki banna róður??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum