Ég verð að hafa skoðun á þessu
Í fyrsta lagi þá eiga straumkayakræðarar að sína öðrum sem stunda útivist við árnar virðingu og kurteisi, hvort sem það eru stangveiðimenn eða aðrir. Þetta er prinsipp mál og við verðum bara að mæta dónaskap annarra (ef svo ber undir) með brosi á vör og sýna frekar alla fingurna en meðaltal þumalfingurs og littlafingurs. Þegar að róið er framhjá stangveiðimönnum er best að hafa hljótt og reyna að láta sig bara fljóta framhjá eins nálægt hinum bakkanum og hugsast getur.
Hinsvegar þá sé ég ekki hvers vegna þessi síðasta málsgrein í fréttinn fær að fljóta með. Ég sé ekki að hún bæti neinu við fréttina en að telja stangveiðifólki trú um að kayakfólk séu dólgar.
Ég þekki ekki málavexti þarna í Soginu eins og er, en ég hef nokkrum sinnum verið beðin \"kurteislega\" af stangveiðimönnum að hætta að trufla þá. Stundum hafa þeir hring kurteislega í lögregluna, það gerist í Elliðaánum utan veiðitíma, einn ýtti rösklega en kurteislega í Braga Sjóhund hér um árið og svo er frægt þegar að stangveiðimenn á Selfossi kærðu einn kayakræðara kurteislega fyrir að róa í Ölfusá. Sá kayakræðari var kurteislega dregin fyrir dómara í það skiptið.
En þrátt fyrir að það séu nokkrir \"kurteisir\" stangveiðimenn á stangli þýðir það ekki að þeir kunni allir sömu manna siðina. Ör sjaldan hefur maður látið sig fljóta framhjá stangveiðimönnum án þess að valda óróa. Ég man eftir einum sem var að veiða neðan við fossinn Faxa í Tungufljóti, beint undir skilti sem bannaði veiði í ánni.. en það eru örugglega fleiri tilvik þar sem ég hef flotið fram hjá veiðimönnum án þess að muna eftir því, maður man jú ekki eftir þeim sem láta lítið fyrir sér fara.