Síðasti fimmtudagskvöldróður árið 2009

04 sep 2009 20:36 #1 by Sævar H.
:P

Fyrir neðan Arnarhreiðrið á góðum degi

mynd Sævar H.

Nú haustar að og þá færast félagsróðarar
kayakklúbbsins frá fimmtudagskvöldum yfir á
laugardagsmorgna- vikulega.

Síðasti fimmtudagskvöldróður ársins var farinn í
gærkvöldi - fimmtudaginn 3. sept. 2009. 18
kayakræðarar mættu til róðurs. Logn var og stillt í
sjóinn .

Lagt var úr vör austanmegin við eiðið á
Geldinganesinu og róið um Þerneyjarsund og utan
Álfsness.

Land var síðan tekið á Kjalarnesi við \"Arnarhreiðrið\"
en það er gamall og góður áningastaður kayakmanna -um
tíðina.

Nafn sitt dregur staðurinn af húsarústum sem þarna
eru- en á þær hafði verið málað stórum hvítum stöfum
“ Heil Hitler”

Rétt fyrir hrunið hafði einhver bjartsýnismaðurinn
keypt “slotið” og eru nú sjánleg merki um stórfelldar
byggingahugsjónir þarna- draumur sem ekki er í
sjónmáli.

Þarna var tekin kaffipása og skemmtilegt spjall.

Rúnar P. hélt hvatningarhugvekju um
Hvammsvíkurmaraþonið og hvatti menn og konur til
þátttöku í því á laugardaginn -þann 5. sept.

Og þegar upp var staðið og lagt úr vör neðan
Arnarhreiðurs- var komið myrkur.

Allmargir kayakræðarar voru vel búnir siglingaljósum
í gulum,grænum og rauðum litum.

Það var ævintýrablær yfir kayakflotanum þar sem hann
fór leiðina til baka ,í myrkrinu með ,blikkandi
siglingaljósunum .

Ánægjulegt er að sjá hversu margar konur eru komnar
í sjókayaksportið sem virkir ræðarar, en a.m.k 5
komur voru í þessum góða kvöldróðri .

Róðrinum lauk um kl 22 í fjörunni neðan við
aðstöðugámana (má ekki farara að gefa þeim nafn-
einhver stakk einu sinni uppá nafninu “ Kayinn”-
fleiri tillögur ? )

11 km afbragðsgóður kvöldróður að loknu sumri.

Takk fyrir róðrarfélagar.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/09/04 19:49
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum