Hér eru úrslit helgarinnar og lokastaða efstu manna í Íslandsmeistarkeppninni. Heildarúrslit birtast á síðunni innan skamms.
Fimm tóku þátt í Haustródeóinu, þar af ein kona - Heiða Jónssdóttir - og sigraði hún glæsilega í sínum flokki. Kristján Sveinsson bar sigur úr býtum í karlaflokki. Þar með tryggði hann sér 3. sætið í Íslandsmeistarakeppninni en skildi Stefán Karl Sævarsson, sem fram að ródeóinu var í 3. sæti, eftir með sárt ennið. Ragnar Karl Gústafsson varð í 2. sæti og gulltryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í straumkayakkeppninni.
Úrslit í Haustródeói
Kvennafl.
1. sæti Heiða Jónsdóttir
Karlafl.
1. sæti Kristján Sveinsson
2. sæti Ragnar Karl Gústafsson
3. sæti Haraldur Njálsson
4. sæti Stefán Karl Sævarsson
Þátttakendur í Hvammvíkurmaraþoni voru 10. Ágætar aðstæður voru til keppni en þó háði mótvindur í Hvalfirði keppendum nokkuð. Ólafur B. Einarsson og Hilmar Erlingsson voru fyrstir og jafnir í mark en Örlygur Steinn Sigurjónsson varð í þriðja sæti. Sæljónin skráðu sig til keppni í sveitakeppni, ein sveita, og hafði sigur.
1 Ólafur B. Einarsson 04:05:10
2 Hilmar Erlingsson 04:05:11
3 Örlygur Steinn Sigurjónsson 04:40:12
4 Páll Reynisson 04:45:05
5 Guðmundur Breiðdal 04:48:05
6 Ágúst Ingi Sigurðsson 04:56:43
7 Hörður Kristinsson 05:10:30
Sæljónin 05:01:50
8.-10 Rúnar Pálmason
8.-10 Þorbergur Kjartansson
8.-10 Einar Garðarsson
Íslandsmeistarakeppnin
Karlaflokkur - straumur
1. Ragnar Karl Gústafsson 260
2. Haraldur Njálsson 205
3. Kristján Sveinsson 145
Kvennaflokkur - straumur
1. Heiða Jónsdóttir 280
2. Anna Lára Steingrímsdóttir 100
Karlaflokkur - sjór
1. Ólafur B. Einarsson 300
2. Hilmar Erlingsson 240
3. Haraldur Njálsson 180
Kvennaflokkur - sjór
1. Heiða Jónsdóttir 180
2.-3. Helga Einarsdóttir 100
2.-3. Shawna M. Franklin 100
Þótt að mótshald hafi gengið að óskum um helgina hefði verið gaman að sjá fleiri keppendur. Ég held að sveitakeppnin í Hvammsvíkurmaraþoninu gæti stuðlað að fjölgun - a.m.k. kepptu tveir um helgina í sveitakeppninni sem hefðu ellegar ekki tekið þátt. Með því að auglýsa keppnir enn betur mætti sjálfsagt fjölga keppendum eitthvað en að sama skapi er rétt að minna á að keppnirnar eru á dagskrá klúbbsins og þessar tvær sem haldnar voru um helgina eru ávallt á dagskrá fyrstu helgi í september.
Keppnisnefnd vill endilega fá fleiri þátttakendur. Allar hugmyndir og ábendingar eru vel þegnar. Ein aðferðin er líklega sú að ítreka að þátttaka er fyrst og fremst skemmtun og ekki bara kapp um sæti. Það geta m.a. þeir sem tóku þátt í sveitakeppninni í Hvammvíkurmaraþoninu staðfest!