Róið í blíðviðri norðurog vestur fyrir Viðey. Lagt af stað á mínútuni 10. Eymi skipaður róðrarstjóri og hann tilnefndi forystusauð og svíper og hélt svo vel utanum hópinn. Hópurinn var frekar leiðitamur svo lítið heyrðist í stjóranum. Maggi var settur í að slefa hægari ræðara og gekk það eins og í sögu. Kaffipása í kúmenbrekku að venju og þar rifjar upp mergjaðar sögur eins og oft áður. Þeir sem reru í þetta skiptið voru 'Olafía, Eva, Þóra og Klara, Hörður, Páll, Þorsteinn kvikmyndagerðarmaður, Eymi, Sigurður á þessum rauðdopótta, Össur, Þorbergur, Lárus, Maggi Sig, Þórólfur ásamt undirrituðum. Samtals 15 hressir ræðarar. Vona að ég hafi ekki gleymt neinum í þetta skiptiö.
Nú fer að líða að hausthitting þeirra í Reykjanesinu og væri nú gaman að hitta sem flesta þar og fara yfir æfintýri sumarsins í góðravina hópi. Þar er einstök stemmning og einginn nennir að tala um neitt annað en sportið.
kv.
Ingi