Ágætis veður var í þessum róðri. Farið var frá aðstöðinni okkar yfir á Fjósakletta þar sem stefna var tekin á norðanverða Viðey. Tekin var létt æfing með áttavita, miðun (Transit) og einnig róa bara með stefnið beint á áfangastaðinn. Sýndi þessi æfing mjög vel hvernig farið getur ef ekki er hugsað um stefnu og strauma.
Farin var hefðbundin leið norður fyrir Viðey með kaffistoppi á eyðinu.
Stoppað var reyndar á leiðinni til að reyna að finna fjársjóðinn mikla. Hann fannst ekki í þetta skiptið.
Í kaffistoppinu þá rölti framhjá hópnum gamall minkur með hækjur og reynt var að hlaupa hann uppi án árangurs. Sá gamli stakk sér undir stein og hló að okkur.
Eftirfarandi réru: Þorbergur, Árni, Erna, Jón, Ástþór, Eymi, Gummi B., Maggi´, Páll R., Ólafur, Sigurjón, Hörður og Gísli.
Þakka fyrir mig.
Gisli<br><br>Post edited by: gsk, at: 2009/09/20 13:35