Maggi, Sigurður,Eymi,Lárus,Pall R, Hörður, Rúnar og undirritaður mættu í morgun. Fyrst var stefnan sett á Hljóðakletta, þar sem við lékum okkur í öldunni, renndum okkur milli þröngra kletta, sumir strönduðu og jafnvel veltu, aðrir rispu aðeins hrúðukarlana af klettanum og eða bátana. Frá Hljóðaklettunum rérum við svo suður fyrir Viðey, þar sem markmiðið var að surfa aðeins í öldunni utan við eyðið. Þegar þangað var komið, hafði bætt verulega í vindinn og ölduna, 1-2m brotöldur og vindhviður yfir 20m/s. Tókum kaffistopp á eyðinu. Eftir að hafa komist í bátana eftir kaffi, sumir blautari en aðrir, var dælt úr nokkrum bátum. Nokkar veltur voru teknar í öldunni og aðrar leikfimisæfingar. Tókum svo „rockhopping“ með Viðeyjarstöndinni sunnan megin á leiðinni til baka. Félagsróðurinn endaði í 4 klst, hin besta æfing.
Kv
Sveinn Axel