31. mars. Þetta er frestur á við meginþemu í snörpustu þjóðsögum 19. aldar þar sem djúpstæður sálar- og verkkvíði og tímaþröng kallast á með ógleymanlegum hætti, s.s. sagan af Gilitrutt og Kirkjusmiðnum á Reyni. Magnaðar sögur alveg og djúphugull mannskilningur þar á ferðinni í bland við tjáningu heimsmyndar á mörkum veruleika og ímyndunar.
Manni er því vart til setunnar boðið og tímabært að huga að framlagi til vors konunglega Fréttabréfs. Lét eina hugmynd fæðast með miklum hríðum síðdegis og set hana á blað milli vorjafndægurs og góuþræls, æruverðugri ritnefnd til heiðurs og afhendingar á réttum tíma.