Sjaldan séð aðra eins fjöru. Gengum hálfaleiðina útfyrir Viðey og síðan farið vestur fyrir í ágætisveðri. Það kólnaði þó á meðan á róðri stóð og hitinn kominn í 4° þegar við Þorsteinn komum í land. Við urðum viðskila við hópinn þar sem menn gleymdu sér í bruni á milli kletta sem sjást næstum aldrei nema á blásandi fjöru. Okkur varð semsagt kalt á að bíða eftir sjóhetjunum og fórum í kaffi enda ekki í heilgöllum og ullarbrókum eins og flestir hinna.
Þegar farið var fyrir vestur endann á Viðey var hæglætisveður en ein og ein amma var að ygla sig og svo kom ein langamma sem Sveinn Axel fékk í fangið en ég sá nú reyndar ekki viðureignina þar sem við vorum sitthvorum megin við hana. allavega 4m sú ellen.
Þeir sem mættu nú voru Margrét og Einar, Þóra, Hörður, Þorsteinn, Páll, Maggi,Sveinn Axel, Gunnar Ingi, Lárus og Ingi.
Post edited by: Ingi, at: 2009/10/19 16:47<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/10/19 17:47