Ég gerði við carbon árina mína eftir að hafa brotið hana í tvennt. Ég byrjaði á því að pússa allt lausa efnið í brotinu í burtu, síðan bjó ég til smá rörbút úr trefjaplasti sem ég gat rennt inn í haldfangið á árinni og límdi það inní með trefjaplastefninu (resin). Síðan límdi ég trefjamottu yfir brotið og vafði henni utan um haldfangið og bræddi svo herpihólk yfir.<br><br>Post edited by: Andri, at: 2009/10/19 07:50