Frá Teigsskógi - séð út Þorskafjörð
Ferð kayakklúbbsins 21.-22. Júlí 2007
“21.-22.júlí, laugardag og sunnudag, er klúbbferð, öllum opin, í Teigsskóg, Þorskafjörð og að minni Djúpafjarðar og Gufufjarðar á Barðaströnd. Teigsskógur er gamall og óspilltur íslenskur skógur á norðurströnd utanverðs Þorskafjarðar, veit mót suðri og er gróðursæll í talsvert brattri hlíð sem skartar arnarvarpi efst en fjölbreyttum gróðri, birki og reynitrjám í hlíðunum allt niður í fjöru, þar sem víða eru fallegir klettar og tjaldað er á mjúku og þykku lyngi.
Fyrri umhverfisráðherra veitti leyfi fyrir skoðun á vegalagningu gegnum skóginn miðjan, út nesin fyrir vestan skóginn með þverun tveggja fjarða, Gufu- og Djúpafjarðar í huga .
Nú ætlar Vegagerðin að fara að mæla fyrir vegarstæðinu. Ásta Þorleifsdóttir og fleiri hafa látið sig málið varða opinberlega og bent á mun hagkvæmari leiðir til vegalagningar, sem ekki mundu spilla skógi, gróðri, fuglalífi og náttúru sem er einstök, en fáir þekkja.
Það er kominn tími til að heimsækja svæðið og að við leggjum okkar af mörkum til að fá Teigsskóg alfriðaðan “
Dómur Hæstaréttar í dag þann 22.október 2009:
“Hæstiréttur hefur fallist á kröfur landeigenda, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2007, sem féllst á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi.
Nokkrir landeigendur á svæðinu, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands höfðuðu málið á hendur Vegagerðinni og kröfðust ógildingar. Vegagerðin skaut málinu til Hæstaréttar sl. desember.”
Tvær myndir sem undirritaður tók í ferðinni hafa birst víða –á netinu og í blöðum m.a.
Við kayakmenn og konur getum fagnað þessari niðurstöðu.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/10/22 20:06