Teigsskógur friðaður- kayakferð í júlí 2007

23 okt 2009 18:55 #1 by Sævar H.
Hér er \"copy\" af tölvupósti sem Gunnlaugur Pétursson sendi til alla sem stutt höfðu málið með einum eða öðrum hætti. Í framhaldi Kayakklúbbferðar okkar í Teigsskóg sumarið 2007, kom ég á framfæri umfjöllun vegna þessara fyrirhuguðu umhverfisspjalla. Þess vegna fékk ég sendan þennan póst. Ég lýt svo á að Kayakklúbburinn sé þessa þakka verður...

Kveðja Sævar H.

\"Sæl öll

Föstudaginn 25. september var Teigsskógsmálið svokallaða tekið fyrir í Hæstarétti eftir að Vegagerðin áfrýjaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Búast má við úrskurði Hæstaréttar innan skamms. Daginn fyrir málflutning fóru dómararnir fimm í vettvangsferð í Djúpafjörð og í Teigsskóg í Þorskafirði og var ég viðstaddur ásamt Katrínu Theódórsdóttur lögfræðingi okkar, fulltrúa Vegagerðarinnar og lögfræðingi hennar.

Ég vil nota tækifærið núna, áður en dómur Hæstaréttar fellur, og þakka öllum sem stutt hafa þetta mál undanfarin 5 ár, lýst andstöðu við leið B eða áhyggjum af hinum miklu umhverfisáhrifum og öðrum áhrifum leiðarinnar á Teigsskóg, Djúpafjörð og Gufufjörð, skrifað um þetta í blöðin eða bloggað um þetta mál á netinu. Ég vona að þetta mál fari vel.

Bestu kveðjur
Gunnlaugur Pétursson\"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2009 15:29 #2 by olafure
Tek undir með Reyni, gaman að klúbburinn geti orðið að liði í svona baráttumálum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2009 04:15 #3 by Sævar H.
Tek undir það, Reynir Tómas. Þetta er alveg magnað svæði. Náttúrulífið einstakt. Frábært til náttúruskoðunar á kayak . Nánast óspillt svæði. Sjálfan hefur mig verið að deyma um að róa þessa firði næsta sumar- en Kaykaklúbbferð yrði alveg kjörin. Frá föstudagskvöldi til sunnudagseftirmiðdags...

kveðja. Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2009 04:02 #4 by Reynir Tómas
Ég heyrði fréttina í dag og þetta er mjög gleðilegt. Eftir ferðina 2007 skrifaði ég greinarkorn með 2 myndum og sendi á Moggann, er þeir birtu það aldrei, hvað svo sem olli því. En ég sendi andmæli í ráðuneytið. Við ættum kannski að bregðast við þessu með því að endurtaka ferðina frá 2007 á næsta sumri, og þá eyða meiri tíma í að fara beint inn í Gufufjörðinn og Djúpafjörðinn og taka tíma í að fylgjast með fulgalífinu á leirunum þar, sem eru mikilvægar stöðvar fyrir fuglana og svo skoða skóginn aftur........

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 okt 2009 03:01 #5 by Sævar H.
Frá Teigsskógi - séð út Þorskafjörð



Ferð kayakklúbbsins 21.-22. Júlí 2007

“21.-22.júlí, laugardag og sunnudag, er klúbbferð, öllum opin, í Teigsskóg, Þorskafjörð og að minni Djúpafjarðar og Gufufjarðar á Barðaströnd. Teigsskógur er gamall og óspilltur íslenskur skógur á norðurströnd utanverðs Þorskafjarðar, veit mót suðri og er gróðursæll í talsvert brattri hlíð sem skartar arnarvarpi efst en fjölbreyttum gróðri, birki og reynitrjám í hlíðunum allt niður í fjöru, þar sem víða eru fallegir klettar og tjaldað er á mjúku og þykku lyngi.

Fyrri umhverfisráðherra veitti leyfi fyrir skoðun á vegalagningu gegnum skóginn miðjan, út nesin fyrir vestan skóginn með þverun tveggja fjarða, Gufu- og Djúpafjarðar í huga .

Nú ætlar Vegagerðin að fara að mæla fyrir vegarstæðinu. Ásta Þorleifsdóttir og fleiri hafa látið sig málið varða opinberlega og bent á mun hagkvæmari leiðir til vegalagningar, sem ekki mundu spilla skógi, gróðri, fuglalífi og náttúru sem er einstök, en fáir þekkja.

Það er kominn tími til að heimsækja svæðið og að við leggjum okkar af mörkum til að fá Teigsskóg alfriðaðan “

Dómur Hæstaréttar í dag þann 22.október 2009:

“Hæstiréttur hefur fallist á kröfur landeigenda, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Fuglaverndarfélags Íslands um að felldur verði úr gildi úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2007, sem féllst á svonefnda leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar um Teigsskóg frá Bjarkarlundi til Eyrar í Reykhólahreppi.

Nokkrir landeigendur á svæðinu, Náttúruverndarsamtök Íslands og Fuglaverndarfélag Íslands höfðuðu málið á hendur Vegagerðinni og kröfðust ógildingar. Vegagerðin skaut málinu til Hæstaréttar sl. desember.”

Tvær myndir sem undirritaður tók í ferðinni hafa birst víða –á netinu og í blöðum m.a.

Við kayakmenn og konur getum fagnað þessari niðurstöðu.:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/10/22 20:06
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum