Brimróður í Þorlákshöfn

05 nóv 2009 13:36 #1 by maggi
Já það er satt , en við getum þó montað okkur á því að flestir þeirra eru nemendur okkar svo kanski var einu sinni einhvað gagn í okkur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2009 20:25 #2 by Orsi
Við getum gleymt því að þessi ungu menn nenni að hafa okkur með Maggi minn. En við höfum hvor annan. Getum svona duddað við að plástra báta innivið og ylja okkur kaffisopa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2009 14:31 #3 by maggi
Þetta hefur verið frábær túr hjá ykkur , og greinilegt að menn eru ornir nokkuð öruggyr með sig við svona aðstæður , flott tilþrif hjá ykkur og flottar myndir.
Taka mig svo með næst:(
kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2009 22:02 #4 by Gíslihf
Takk fyrir fínar myndir.

Við þekkjum þetta útsog við grjótgarðinn sem Rúnar segir frá og ég lenti í því s.l. vetur. Þá var það sjálfgefið, ég komst ekki syndandi móti straumnum í land og barst upp að grjótgarðinum og Örlygur létti undir með mér með því að draga mig spotta. Svo tók við grjótið og alda sem henti mér á það svo að ég marðist á leggnum þótt ég fyndi ekki fyrir því fyrr en síðar. Þannig virkar adrenalínið. Það er alltaf útsog einhversstaðar þegar brim berst á land og eins gott að reyna að sjá það út áður en maður lendir í því.

Þessar æfingar í Þorlákshöfn voru algerlega nauðsynlegar fyrir mig áður en ég fór hringinn - og hefðu þurft að vera fleiri. Ég var alltaf smeykur við brimlendingar á meðan ég var einn, en kunni samt á það þótt alvöru þjálfun vantaði.

Vonandi kemst maður einhver skipti í vetur.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2009 20:15 #5 by Orsi
Frábær upplifun - í gegnum Netið. Þakkir fyrir póstunina. Krefjandi aðstæður og Þorlákur í boxhönskunum greinilega. Tilþrifin vægast sagt glæsileg hjá ykkur.

Að sjá SAS koma upp úr djúpinu með þangflækuna í árinni - ómetanlegt áhorfs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2009 18:22 #6 by Rúnar
Við vorum nokkrir sem ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í brimbrölt við Þorlákshöfn á laugardagsmorgun. Frábær skemmtan þótt aldan hafi verið heldur brött.

Á staðnum voru auk mín, Hörður, Sveinn Axel, Lárus, Eymundur og Páll R.

Að venju fór Páll í einn kollhnís á bátnum, þráðbeint fram fyrir sig, og vöktu tilburðirnir mikla hrifningu viðstaddra. Sömuleiðis var eftirtektarvert þegar Sveinn Axel tók handveltuna í öldurótinu en sá atburður náðist sem betur fer á myndband og því er ekki hægt að afgreiða frásögn hans af handveltunni sem lygasögu.

Nokkrir prófuðu að losa sig úr bátunum eftir að hafa hvolft, fremur en að taka veltuna upp, en losunin var einungis gerð í tilraunaskyni til að finna hvernig mönnum líður þegar þeir ná ekki að velta sér upp. Við Hörður prófuðum þetta á nokkurn veginn sama tíma. Hörður var þá heldur nærri landi og fjær brimvarnargarðinum en ég og því lenti hann (að því er ég tel) ekki í eins sterkum útstraumi og ég. Straumurinn var svo sterkur að mér reyndist ómögulegt að draga bátinn með mér að landi og ég ákvað í staðinn að láta mig fljóta upp að brimvarnargarðinum þar sem ég gat sest í bátinn í rólegheitunum. Þetta var þörf áminning um hversu brimfjörur geta verið varasamar. Í svona æfingar þarf high og low brace að vera vel æfðar og veltan að vera býsna góð, þó ekki, eins og dæmin sönnuðu, gjörsamlega skotheld.

Myndir og eitt myndband úr túrnum má nálgast hér:

picasaweb.google.com/runar.palmason/Orla...v1sRgCLGE-bOa1ZGYYw#

Tvö myndbönd eru einnig á YouTube:




Post edited by: Rúnar, at: 2009/11/02 10:23

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum