Félagsróður 7.nóv

08 nóv 2009 18:50 #1 by Ingi
Félagsróður 7.nóv was created by Ingi
Háflóð og blíða þegar 12 félagar lögðu í hann á réttum tíma í reglulegum róðri klúbbsins. Haldið í vestur. Gísli HF var leiðtogi í þetta sinn. Eftir að komið var útfyrir nesið var stefnan sett á Lundey og hún hringuð áður en hópurinn fór þar land til að taka neysluhlé. Lítið líf var í eynni og flestir íbúar farnir á suðlægari slóðir. Síðan haldið vestur fyrir Viðey í blíðunni og þeir sem ekki tóku mið og héldu því lentu í að róa í J. Straumurinn og smá andvari vildu ýta hópnum í vestur en Maggi var í miði og hóaði á flökkuræðarana sem voru komnir langleiðina út í Faxaflóann.
Nokkrir fundu smá öldu fyrir sunnan Viðey til brimreiðar og dáðumst við að leikni þeirra alköldustu í hæfilegri fjarlægð þó.

Komið til baka uppúr kl. 14 eftir 14 km róður í einstakri haustblíðu.

Nafnalisti ræðara:
Ólafía,
Þóra,
Erna,
Gísli HF.
Sveinn Axel,
Árni,
Maggi,
Lárus,
Eymi,
Gummi Breiðdal,
Þorbergur og
Ingi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum