Takk fyrir þessa ábendingu Jón Skírnir - þetta er augljóst þegar búið er að benda á það og ég hef enga reynslu af róðri á straumkayak.
Dráttarlínan, sem margir hafa um mittið á sjókayak til að geta aðstoðað félaga og nota má sem líflínu eins og hér hefur verið skrifað um, getur einnig verið til vandræða. Í drætti getur hún flækst í bátnum á ýmsa vegu og fari maður í sjóinn getur hún vafist um fæturna og hindrað sund og björgun.
Þegar verið er að draga getur sá sem dregur oltið og línan hindrað að hann nái sér upp aftur. Við höfum æft það að vera að draga félaga, velta niður, losa dráttarlínuna í kafi með öryggislosun og velta okkur síðan upp.
Sit-on-top kayakar fljóta hátt í sjónum, eru flatir og reka því frá manni jafnskjótt og minnsta gola blæs. Þar er líflína nauðsynleg, miklu fremur en á venjulegum kayak sem rekur hægt þegar hann er á hvolfi.
Loks vil ég bæta við um reynslu mína af því að nota dráttarlínu sem \"líflínu\", einn í lendingum við Suðurströndina. Áður en ég fór gegnum brimraðirnar upp á ströndina, húkkaði ég línunni í bátinn. Þegar ég krækti í línu sem ég hafði lagt frá mannopi fram í stefni gekk mér vel að draga bátinn til mín eftir að mér hafði \"skolað á land\" - á móti útsogi öldunnar, því að þá sneri stefnið upp í strauminn. Þegar ég hins vegar húkkaði í hliðarlínu bátsins lagðist hann þversum í útsoginu og fullhlaðinn lá hann nokkuð djúpt í straumnum, kippti mér til baka þar sem ég var nýstaðinn upp og dró mig á fullri ferð nokkurn spöl niður í sjó aftur.
Kv. GHF.