æfingarróður

18 nóv 2009 17:45 #1 by totimatt
Replied by totimatt on topic Re: Æfingaróður
Sammála, mjög fínn róður. Friðarsúlan nýtur sín vel séð af sjó í lágum skýjum. En vorum líka minnt á það í gær að það þarf að lýsa fleira upp en skýin! Þórólfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2009 15:18 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Æfingaróður
Fínn róður. Alls ekki kallt þó að komið sé fram í miðjan nóv. Keypti mér ljós í gær svo að ekkert stoppar mig næst.:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2009 05:31 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Æfingaróður
Það er tæplega þörf á sérstakri róðrarstefnu yfir æfingaróðrarna, enda gerum við ráð fyrir því að menn séu sjálfbjarga og líti eftir næsta félaga.

Það sem er hins vegar algjörlega nauðsynlegt að allir séu með amk 1 ljós á sjálfum sér og jafnvel annað á bátnum.

Hmmm! Er komið netsamband á Ísafjörð Orsi?

Þeir sem réru í kvöld voru, Lárus, Eymi, Gísli Hf,Sveinn Axel, Hörður, Þórólfur og Ingi. Síðan var Orsi einhverstaðar aleinn í mykrinu, en hann mætti töluvert á eftir okkur.

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/11/17 22:44

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2009 05:20 #4 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Æfingaróður
Þetta var hörkuróður.. Eymi, Gísli, Hörður, Ingi, Lárus, Sveinn og Þórólfur. Nú er mottó að róa uggalaus, enda ugglaust ugglausir menn á ferð, sem eykur róðrarvinnuna um helming í svona hliðarstrekkingi B). Svo var þetta jú góð ámminning fyrir okkur varðandi ljósin og það að tékka talstöðvarnar áður en lagt er í hann.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2009 03:44 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Æfingaróður
Það getur verið að sérsveitin hafi róið hauslaus - það sást hvort eð er ekkert í myrkrinu.

Kv. GHF.

PS: Ég er hræddur um að fáir utan hópsins skilji þetta staðbundna skop um hausa og fætur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2009 03:24 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Æfingaróður
Fótlaus maður í róðri eru engin tíðindi -

Þetta ku hafa verið tíðindaróður. Ljóslausa fólkið týndist og ekki nóg með það, þá týndust leitarmenn sem fóru að gjóa glyrnum út í myrkrið. Ekki nóg með það, heldur náðist ekkert talstöðvarsamband við týndu sérsveitina - menn voru hver á sinni rásinni.

Ætla rétt að VONA að ÍSFIRÐINGARNIR frétti ekki AF ÞESSU.


Það þarf öryggisstefnu æfingaróðra.
200 kaffibolla umræða, félagsfundur og nefndarálit.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2009 02:40 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Æfingaróður
Hörður reri fótlaus áðan og var bara nokkuð öflugur.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 23:59 #8 by Andri
Replied by Andri on topic Re: Æfingaróður
Ég vona að Gísli eigi við fótinn sem fylgdi með síðasta pósti frá Herði þar sem sagt var frá óvæntri veltu í félgsróðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 22:16 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Æfingaróður
Er hægt að upplýsa nánar um þetta hér á korkinum, Gísli ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 21:44 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Æfingaróður
Hörður er búinn að missa fótinn.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 20:12 #11 by Horður Kr
Replied by Horður Kr on topic Re:æfingarróður
Stefni á að mæta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 19:06 #12 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:æfingarróður
Stefni á að mæta..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 17:03 #13 by SAS
Replied by SAS on topic Re:æfingarróður
Mæti.

Markmiðið sem við höfum haft í æfingaróðrunum er annars vegar að leita að stærstu öldunni, mesta öldurótinu og hins vegar að ná hjartaslættinum vel upp með því að róa eins hratt og druslan dregur. Meðalróðrarhraðinn hefur verið ca 7-8,5 km hraði, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 01:03 #14 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:æfingarróður
Nú er fyrir nokkru síðan hafið annað árið með æfingaróðrum á þriðjudagskvöldum. Gísli Friðgeirs er höfundur þessa frábæra fyrirbæris, sem hefur dafnað með hverjum róðrinum, síðan þeir byrjuðu í janúar 2009 eða þar um bil.

Í dagskrá segir að þetta sé fyrir vana ræðara. Það væri til bóta að skilgreina hvað felst í því. Það er nefnilega óþarfi fyrir nýrri ræðara að sitja heima að ástæðulausu. Hver veit nema reynslan sé bara komin?

Á sama hátt er nauðsynlegt að hafa vit á því að bíða með þátttöku ef vantar upp á reynsluna.

Hér eru því nokkur atriði sem mættu verða fólki til leiðbeiningar um þetta allt saman.


Að lágmarki þurfa eftirfarandi atriði að vera fyrir hendi:

-Hafa komið í 8 félagsróðra síðustu 12 mán.
-Hafa komið á 5 sundlaugaræfingar síðustu 12 mán.
-Hafa velt bát í sjó og lent á sundi. Og æft félagabjörgun
-hafa róið í myrkri a.mk. einu sinni.
-Geta róið í 2 klst samfleitt á hraða 5 km/klst í öldugangi og hraðar á lygnu.
-Kunna stuðningsáratökin og kunna að beita kayak á lensi.

Þetta er ekki nákvæmt en ég held að allir hljóti að vera sammála þessu í meginatriðum. Veltukunnátta er ekki nauðsynleg.

Réttur klæðnaður og það allt verður ekki talið upp hér.

Eitt er víst að æfingaróðrarnir eru svakalega skemmtilegir og þetta eru engin elítufyrirbæri. Einfaldlega vettvangur fyrir þá sem vilja meira af öllu. Hraða, meiri öldum, svolítið verra veðri o.s.frv.
Góða skemmtun.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2009/11/16 17:05

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2009 00:27 #15 by Larus
æfingarróður was created by Larus
róður á þriðjudag 17 nóv. mæting 16.00 i geldinganesi, komnir af stað 16.15.
ath aðeins fyrir vana ræðara.

kv
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum