Þegar Hjálparsveitin Kjölur tók að sér gæslu í Hvammsvíkurmaraþoni í sumar, líkt og flestöll (ef ekki öll) undanfarin ár, óskaði hjálparsveitarkonan Anna Filbert eftir því að klúbburinn myndi í staðinn bjóða upp á kynningu/námskeið fyrir ungliða í sveitinni. Ég taldi það auðsótt mál og lofaði þessu upp í ermina á mér. Anna hringdi nú í vikunni og spurði hvort við gætum kannski riggað upp stuttri kynningu um sportið nú í lok nóvember. Segja frá út á hvað þetta gengur allt saman, segja frá búnaði, fatnaði, öryggismáluml og fleiru. Einnig að við myndum leyfa ungliðunum að setjast í kayak í sundlauginni og prófa félagabjörgun og fleira. Eins og fyrr taldi ég sjálfsagt að verða við þessu, þótt að tímasetningarnar þurfi að sjálfsögðu að ræða.
Nú er sem sagt komið að skuldardögum - hvenær teljið þið hentugt að bjóða upp á svona kynningu? Og hverjir bjóða sig fram? Ég býð mig a.m.k. fram.