Góð mæting í félagsróðurinn í dag.
11 mættu og fóru norður fyrir Viðey í smá austan og kannski ANA kalda en þokkalega sléttum sjó þangað til komið var að vestur hluta Viðeyjar, þá var svona 1 meters alda. Þetta var afgreitt með stæl og elegans og allir voru þurrir og fínir í kaffistoppinu sem var nú á pallinum við Skálann fína sem borgin reisti skammt vestur af Lennon ljósi. Þar eru borð og bekkir og hin ákjósanlegasta aðstaða til að taka neysluhlé. Það er alveg hætt að vera merkilegt þó að konur séu að mæta um hávetur í félagróðra. Þær sem komu nú gáfu körlunum ekkert eftir og sýndu okkur að kraftur og göslaragangur er ekki það sem þetta sport gengur útá. Miklu frekar lagni og stíll sem þær beittu af þokka.
Þeir sem komu og nutu veðurblíðunar á sundunum í þetta skipti voru: Halla, Hildur, Erna, Hörður, Sigurður Þráinn, Sigurður Sigurgeirs, Maggi, Sveinn Axel, Lárus, Þorbergur og Ingi