Það voru 5 sem komu í morgun og reru Viðeyjarhringinn. Fínt veður og fáir á ferli á sundunum. Einn syfjaður hvítmáfur og nokkrar endur og einn eða tveir haftyrðlar en selirnir létu ekki sjá sig í þetta skiptið. Kaffihlé í bíslaginu við sumarskála Reykjavíkurborgar.
Annars var þetta nokkuð mikill vígsludagur því að tveir voru að víga nýju algallana sína og ég vígði pumpu og árataug. Össur og Þóra voru í nýjum göllum og ég vígði kittið sem ég fékk hjá Ralf. Sveinn Axel og Lárus voru í gömlu dóti og engin vígsla á þeim í þetta skiptið en það stendur til bóta því að þeir er að semja óskalista sem jóli á að fá bráðlega.
Fínn róður sirka 11km og þeir sem mættu nú voru Þóra, Össur, Lárus, Sveinn Axel og Ingi<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/11/28 13:21