Þeir Maggi, Örsi og Palli formaður komu með mér til viðræðna við stjórnendur Vaktstöðvar siglinga hjá Landhelgisgæslunni í gær, föstudag.
Var okkur vel tekið og sýnd aðstaðan þar sem starfsmenn eru á vakt allan sólarhringinn og fylgjast með umferð sjófara.
Við vorum að ræða um skilyrði til fjarskipta með strönd landsins, í síma og með VHF stöð á kallrásum sem Vaktstöðin notar. Víða eru skuggar með björgum og fjöllum, sérstaklega á Hornströndum. Einnig var rætt um með hvaða hætti væri best að haga samskiptum, til að láta vita staðsetningu og hvort allt væri í lagi.
Við fengum svo heimild til að gera nánari tillögur um þessi samskipti, sem eru mikilvæg til að tryggja öryggi í kayakferðum.
Kveðja,
Gísli H. F.